17. ágúst 2007

Jónas í síðasta prófinu í dag.

Jónas fór í próf í Háskólanum í Reykjavík í dag.  Nú er bara að bíða eftir niðurstöðunni og ef hann nær hefur hann lokið diplomanámi í viðskiptadeild skólans með áherslu á stjórnun og starfsmannamál.  Námið er 45 einingar og en viðskiptafræðin er 90 einingar.  Vonandi útskrifast strákurinn með haustinu.

Lesa meira

17. ágúst 2007

Vinnudagur án funda…

Í dag var hefðbundinn vinnudagur og enginn fundur….!  Í morgun komu gömlu vinnufélagarnir í VGK-Hönnun í morgunkaffi í nýja húsnæðið.  Við höfum haft gott morgunkaffi  saman alla föstudaga meðan við leigðum saman í gamla Árvirkjahúsinu.  Nú er stefnan að hittast áfram sitt hvorn föstudaginn á hvorum stað.   í kvöld fórum við síðan út að borða með Gústaf og Unni Ósk, við fórum á Menam, alltaf jafn gott að koma þar góð þjónusta og góður matur.

Lesa meira

16. ágúst 2007

Bæjarráð í dag.

Í dag var fundur í Bæjarráði Árborgar og er þetta síðasti fundurinn sem ég sit sem formaður bæjarráðs.  Í næstu viku tekur Þorvaldur við sem formaður og hefur hann þá lokið sumarleyfi sínu, því fyrsta sem hann hefur tekið frá því hann var kjörinn í sveitarstjórn 2002.  Það var löngu orðið tímabært að ég létti aðeins undir með honum þannig að hann hefði tíma til að sinna fjölskyldunni og áhugamálum sínum. 
Á fundinum voru ekki mörg mál þar sem allt er nú frekar rólegt svona yfir hásumarið.  Þó var fyrir fundinum fundagagerð Sorpstöðvar Suðurlands þar sem sem samþykkt hafði verið að kaupa hlut í Kjötmjölsverksmiðjunni Förgun og var það einstaklega ánægulegt.  Einnig vorum við að samþykkja nýjar reglur um skólamáltíðir í grunnskólum.

Lesa meira

13. ágúst 2007

Fyrsti vinnudagurinn í nýju húsnæði.

Ég mætti í vinnu kl. 8.00 í morgun á nýja skrifstofu.  Dagurinn var þægilegur og frekar rólegur.  Skrifstofan er notaleg og er hljóðvistin töluvert betri en á gamla staðnum.  Umferðarhávaðinn er mikið minni sem betur fer.  Ég lét skipta um gler í framhliðinni sem skiptir sköpum í hljóðeinangrun.
Það er stór áfangi að vera komin í eigið húsnæði með reksturinn.    Góður dagur á skrifstofunni.

Lesa meira

13. ágúst 2007

Elli minn og vinir hans….

Lesa meira

12. ágúst 2007

Myndir hengdar upp og allt orðið klárt.

Seinnipartinn í dag fór ég á skrifstofuna til að ljúka síðustu handtökunum fyrir vinnudaginn á morgun.  Hengdi upp myndir og puntaði hjá stelpunum.  Skúraði yfir og þurrkaði af.

Nú er allt klárt til vinnu á mánudagsmorgni.

Lesa meira

11. ágúst 2007

Sléttusöngur

Í kvöld fórum við á Sléttusönginn sem er árleg hátíð hér á Selfossi.  Samkór Selfoss heldur utan um þessa skemmtun fyrir sveitarfélagið.  Skemmtunin fór vel fram og var fullt af fólki.  Einstaklega er vel til fundið að hafa þessa skemmtun sömu helgi og Olísmótið er á íþróttavellinum.  Tjaldstæðin full af fólki sem njóta stundarinnar með íbúum.  Skemmtuninni lauk með flugeldasýningu.

Flott kvöld hjá Samkórnum.

Lesa meira