|
12. september 2007
Ég fór á stað að Hellu til foreldra minna kl. 8.00 í morgun, en ég hafði lofað að vera með þeim á fundi með sveitarstjóranum, oddvitanum og eignaumsýslunni. Við erum að vinna að lausnum vegna breytinga sem gerðar hafa verið á lóð verslunarinnar Hjá Vinsý, mömmu minnar, en við síðasta skipulagsferli í Rangárþingi ytra var lóðin minnkuð um 500 fermetra, þannig að hluti af trjárækt lóðarinnar er nú utan hennar. Um er að ræða 27 grenitré sem eru um 3 metrar á hæð hvert þeirra. Nú standa fyrir dyrum flutningar á öllum þessum trjám þar sem þau skulu víkja fyrir skipulaginu. Það er víða sem skipulagsmálin hafa áhrif á íbúa sveitarfélaga.
Lesa meira
11. september 2007
Það er skrítið hvað þessi dagsetning 11. september er í huga manns eftir hryðjuverkin í New York um árið. Maður á einhvernveginn von á hverju sem er, finnst þessi dagur óútreiknanlegur. En sem betur fer fór allt fram með eðlilegum hætti þennan dag sem aðra.
Ég var í vinnu til kl. 16.00 en þá hófst fundur í meirihluta bæjarstjórnar og stóð hann til kl. 20.30.
Löbbuðum í kvöldkaffi til Möggu og Jóns.
Lesa meira
10. september 2007
Í dag var hefðbundinn vinnudagur hjá mér og er drjúgt að gera þessa dagana. Kl. 21.00 var vikulegur fundur í bæjarmálahóp Framsóknarmanna og stóð hann til kl. 24.00. Við fundum í hverri viku með sex efstu á listanum sem bauð fram til bæjarstjórnar.
Lesa meira
9. september 2007
Við komum heim úr Skaftártungunum um þrjúleitið. Við fengum góða gesti, Gústaf okkar og Unni Ósk tengdadóttur okkar ásamt föður hennar Magnúsi Guðmundssyni. Magnús býr á Akranesi og forstjóri Landmælinga Ríkisins ásamt því að vera mætur framsóknarmaður sem starfar fyrir flokkinn í sínu sveitarfélagi. Við áttum saman góðan eftirmiðdag yfir kaffi og spjalli.
Elísa vinkona og Pétur komu í kvöldkaffi.
Lesa meira
8. september 2007
Í morgun fórum við af stað austur í Svínadal, við komum við í Vík og fór ég í kirkjugarðinn að leiði Ellu vinkonu minnar með rauða rós, Ella lést í 11. október 1997 langt fyrir aldurfram aðeins 36 ára gömul. Við fengum okkur kaffi í Víkurskála hjá Guðmundi og Lóu, en þau voru á fullu í lokafrágangi vegna í skálanum en þau eru að hætta rekstri hans og flytja á Selfoss, Guðmundur mun taka við rekstir á N1 í Fossnesti. Áfram var haldið og komum við í Svínadal um fjögur leitið. Ótrúleg upplifun var að koma á þennan stað, náttúrufegurinn er stórkostleg, friðurinn og kyrrðin. Í Svínadal er greinilegt að þar hefur verið mikill búskapur og var gaman að ganga um gömlu húsin og sjá gamla tímann í nútímanum. Íbúðarhúsið er þriggja hæða en það var byggt 1930, í því eru 6 svefnherbergi, stofa og eldhús. Við áttum góða stund með góðum vinum á þessum dásamlega stað.
Lesa meira
8. september 2007
Jónas minn verður fimmtugur í lok september og ætlum við að slá til veislu að Þingborg í Flóahreppi þann 29. sept. nk. þá verður nú gaman……nánar um þetta síðar.
Lesa meira
8. september 2007
Við erum að leggja af stað í Skaftártungurnar í ferð með vinahjónum okkar að Svínadal þar sem við ætlum að vera þar til á morgun. Skemmtileg helgi framundan í hópi góðra vina.
Lesa meira
|
|