Í kvöld fórum við á árshátíð Oddfellow sem haldinn var í Básnum í Ölfusi. Skemmitlegt kvöld, maturinn var að venju frábær í Básnum.
|
||
25. mars 2006
Í kvöld fórum við á árshátíð Oddfellow sem haldinn var í Básnum í Ölfusi. Skemmitlegt kvöld, maturinn var að venju frábær í Básnum. 24. mars 2006
Í kvöld fengum við góða gesti í kvöldmat og spjall. Til okkar komu Þorvaldur, Hjördís, Jón Ólafur og Ester. Gott kvöld með góðum vinum. 23. mars 2006
Í morgun kl. 8.10 mætti skólanefnd Árborgar í heimsókn í Sunnulækjarskóla. Birgir Edvald skólastjóri tók á móti okkur og gekk með okkur um skólann. Í skólanum eru 201 barn í fyrsta til fimmta bekk. Það er alltaf svo gaman að heimsækja skólana ganga um og sjá börnin við vinnu sína. Í Sunnulækjarskóla er unnið með öðru sniði með alla bekk en almennt gengur og gerist í skólum. Í skólanum eru fáir veggir… eiginlega bara útveggir, en kennslurímum er skipt upp með lausum skápum og skilrúmum. Skólahúsið er bjart og fer augljóslega vel um nemendur og starfsmenn. Frábært að sjá hve vel starf skólans gengur og maður sér hve ánægð börnin eru. Það er líka skemmtilegt að sjá 6 ára börn með fartölvu í fanginu á leið á sitt vinnusvæði. Í hverju kennslurími eru að vinnu margir hópar í mismunandi verkefnum og virðist enginn verða fyrir truflun frá næsta hóp þó stutt sé á milli og enginn veggur ! Í skólanum hafa verið stofnaðir tómstundaklúbbar, leiklista og skákklúbbar sem starfa utan skólatíma. Framkvæmdir við seinnihluta byggingar skólans eru að hafnar, verið er að grafa fyrir skólahúsinu og íþróttahúsinu. Útboð vegnabyggingarinnar hefur farið fram og verða tilboðin opnuð 28. mars nk. Í lok heimsóknar var boðið uppá kaffi og meðlæti á kennarastofu skólans. Hjartans þakkir fyrir góðar móttökur. 23. mars 2006
Í dag er Marinó Geir yngsti sonur okkar 16 ára. Mér finnst svo ótrúlega stutt síðan hann fæddist og nú er hann að byrja að læra á bíl. Tíminn flýgur áfram og árin þjóta hjá, það sér maður best á því hvað börnin stækka fljótt og fljúga úr hreiðrinu. Hann er orðinn einn heima hjá okkur, báðir bræður hans eru farnir að búa með unnustum sínum. Nú er það oftast þannig að við hjónakornin erum ein heima á kvöldin og um helgar (ef svo vill til að við erum heima !). Marinó Geir er félagslindur drengur, er á kafi í íþróttum, hann er í fótbolta og var í handbolta þar til í síðustu viku að æfingum hans með Handknattleiksdeildinni lauk, hann spilar með hljómsveitinni Uppþot og er mikið að gera hjá þeim félögunum í spilamennsku í félagsmiðstöðvum, hann fer líka á hestbak þegar tími gefst en hann notar hestamennskuna til að slaka á og njóta stundarinnar. Hann er að klára 10 bekk í Vallaskóla í vor og stefnir á nám í Fsu. Marinó hefur verið í Tónlistaskóla Árnesinga frá því að hann var 9 ára hann spilar á trommur og hefur Stefán Þórhallsson verið að kenna honum, frábært starf sem hann er að vinna í skólanum. 23. mars 2006
Á undanförnum misserum hafa málefni barnafjölskyldna í Árborg verið í brennidepli hjá bæjaryfirvöldum. 23. mars 2006
Í dag kl. 17.00 var fyrsti fundur hjá Úthlutunarnefnd Menningarsjóðs barna í Árborg. Í nefndinni eru auk mín, formaður Menningarnefndar Inga Lára Baldvinsdóttir og formaður Leikskólanefndar Arna Ír Gunnarsdóttir. Á fundinum var farið yfir tillögu að samþykktum sjóðsins og undirbúin auglýsing eftir styrkjum. Fundinum lauk kl. 18.15. 22. mars 2006
Í morgun kl. 10.00 var hátíðarstund í Leikskólanum Glaðheimum þar sem kynnt var námskrá skólans sem var að koma út. Leikskólinn Glaðheimar er elsti leikskóli sveitarfélagsins en hann tók til starfa 1. apríl 1968. Þegar leikskólinn var byggður átti Kvenfélag Selfoss 20% af húsinu og notaði leikskólann að hluta fyrir starfsemi sína. Glaðheimar bjóða upp á 4 – 9 tíma dvöl fyrir og eftir hádegi og geta 34 börn dvaldist þar í einu. Skólinn leggur meðal annars áherslu á hreyfingu, tónlist og færni í lífsleikni. Ég hafði sérstaklega gaman af því að koma í Glaðheima en þar voru eldri drengirnir mínir þeir Gústaf og Erlingur í vistun þegar þeir voru börn. Þar áttu þeir góða daga og búa að þeim enn í dag. Það er athyglisvert að enn í dag eru margir starfsmenn sem þá störfuðu í skólanumenn við störfþar og segir það margt um skólann og starf hans. Hjartans þakkir til ykkar allra í Glaðheimum fyrir frábæra stund. |
||
© 2025 Margrét Katrín Erlingsdóttir |