29. mars 2006

Vinnudagur í dag.

Í dag var hefðbundinn vinnudagur á skrifstofunni, það er mikið að gera þessa dagana erum alveg á fullu að vinna skattframtöl og ársuppgjör. Skemmtilegur tími framundan.

Lesa meira

29. mars 2006

Spjallað við brósa í Genf.

Í kvöld hringdi ég til Samma bróður míns en hann er þessa dagana staddur í Genf á ráðstefnu íþróttastjóra. Framundan er skemmtilegur tími hjá okkur systkinunum þar sem við skipum bæði annað sæti á lista Framsóknarflokksins í okkar heimabæjum, hann í Kópavogi en ég hér í Árborg. Það verður gaman hjá okkur að takast á við þessi verkefni og geta deilt reynslu og þekkingu á milli okkar. Skemmtilegt fyrir heimabæinn okkar Hellu „sem alltaf hefur verið vígi sjálfstæðisflokksins“ að hafa alið af sér Framsóknarmenn sem eru í toppbaráttu í öflugum sveitarfélögum.

Lesa meira

28. mars 2006

Hugrún og Sól í smala í VÍS meistaradeildinni

Hugrún Jóhannsdóttir og Sól kepptu í smala í Vís meistaradeildinni í Ölfushöllinni 23. mars sl. Sól er hryssa úr okkar ræktun og á Marinó Geir hana, hún er undan Sunnu frá Skálmholti og Oddi frá Selfossi. Sól er í þjálfun hjá Hugrúnu og stendur til að fara með hana í vor í kynbótadóm

Lesa meira

27. mars 2006

Framboðslisti Framsóknarmanna í Árborg.

Í kvöld er félagsfundur í Framsóknarfélagi Árborgar að Eyravegi15 kl. 20.00, þá mun kjörnefnd birta lista flokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Endilega mætið félagsmenn góðir og takið þátt í að afgreiða tillögu kjörnefndar.

Lesa meira

27. mars 2006

Framsóknarflokkurinn er tilbúinn.

Lesa meira

26. mars 2006

Kaffi á laugardagsmorgnum !

Alla laugardagsmorgna frá kl. 10.00 – 12.00 er opið hús á Eyraveginum, heitt á könnunni, spjall og gaman. Bæjarfulltrúarnir eru á staðnum. Líttu við

Lesa meira

26. mars 2006

Hátíðarmessa í Selfosskirkju.

Lesa meira