Í dag kl. 16.30 var skrifað undir samkomulag við Miðjuna ehf. um að sveitarfélagið eignaðist allt landMiðjunnar í miðbænum. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að efnt verði til samkeppni meðal arkitekta um skipulag miðbæjarsvæðisins. Vilji sveitarfélagsins stendur til að skiplagið taki yfir mun stærra svæði en áður var gert ráð fyrir. Hugmyndin er að svæðið afmarkist frá Kirkjuvegi með Eyravegi og austur allt að Tryggvagötu.
Stefnt er að því að deiliskipulag svæðisins verði tilbúið í október nk. og að framkvæmdir á svæði Miðjunar ehf. hefjist innan 12 mánaða.
Tillaga að skipulagi frá 3XNilsen um háhýsi veðrur lögð til hliðar.