5. apríl 2006

Sveitarfélagið eignast land Miðjunar.

Í dag kl. 16.30 var skrifað undir samkomulag við Miðjuna ehf. um að sveitarfélagið eignaðist allt landMiðjunnar í miðbænum. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að efnt verði til samkeppni meðal arkitekta um skipulag miðbæjarsvæðisins. Vilji sveitarfélagsins stendur til að skiplagið taki yfir mun stærra svæði en áður var gert ráð fyrir. Hugmyndin er að svæðið afmarkist frá Kirkjuvegi með Eyravegi og austur allt að Tryggvagötu.

Stefnt er að því að deiliskipulag svæðisins verði tilbúið í október nk. og að framkvæmdir á svæði Miðjunar ehf. hefjist innan 12 mánaða.

Tillaga að skipulagi frá 3XNilsen um háhýsi veðrur lögð til hliðar.

Lesa meira

3. apríl 2006

Málefnafundir Framsóknar.

Í kvöld kl. 20.00 var málefnafundur Framsóknarflokksins vegna sveitastjórnarkosninganna í vor. Vel var mætt á fundinn og gengur vinnan vel.

Lesa meira

2. apríl 2006

Góð helgi á Örkinni

Þessari helgi höfum við Jónas eitt á hótel Örk með vinum hans og félögum úr Mjólkurfræðingafélagi Íslands. Við höfum átt góða helgi, litum nú aðeins við á föstudagskvöldið hjá A-listanum í Hveragerði (sameiginlegt framboð B og S listanna) sem voru að birta lista sinn.

Lesa meira

1. apríl 2006

Sveitastjórnarráðstefna Framsóknarflokksins.

Í morgun kl. 10.00 hófst sveitastjórnarráðstefna Framsóknarflokksins í Egilshöllinni. Mörg erindi eru á dagskránni og er tilgangurinn að stilla saman strengi framboða flokksins, kynna auglýsingavörur og annað það sem léttir okkur lífið í baráttunni.Á ráðstefnunni er boðið uppá þjálfun fyrir nýja frambjóðendur, leiðsögn í skrifum, klæðaburði, framkomu og mörgu fleiru semgott er að vita þegar takaá þátt í pólitík. Í Egilshöllinni er góð aðstaða til fundahalds, en fundurinn er á þriðju hæð hússins með útsýni yfir skautasvellið. Í morgun fór Forsætisráðherra landsins Halldór Ásgrímsson á skauta. Var hann á svellinu með fullt af börnum og ungmennum, hann kom öllum á óvart er hann sýndi hve vel hann skautaði. Einum félaga varð að orði að sennilega væri þetta eins dæmi í heiminum að forsætisráðherrafæri á skauta án lífvarða ! Góður morgun í Egilshöllinni

Lesa meira

31. mars 2006

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins.

Í dag kl. 17.00 var miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins í Egilshöllinni. Fundurinn var vel sóttur og er gott hjá flokksmönnum að hittast og stilla saman strengi fyrir kosningarnar framundan. Fram kom hjá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og formanni flokksins að eitt af stóru málunum sem eru í gangi í dag eru málefni aldraðra. Mörg atriði eru þar til endurskoðunar og má þar meðal annars nefna tekjutenginu lífeyris aldraðra. Einnig kom fram hjá Halldóri að framundan eru nokkur stór verkefni í uppbyggingu dvalar og hjúkrunarheimila.

Lesa meira

31. mars 2006

Helgarferð á Hótel Örk.

Seinni partinn í dag erum við að fara á Hótel Örk og ætlum að vera þar um helgina ásamt félögum í Mjólkurfræðingafélagi Íslands og mökum þeirra. Um helgina á að halda uppá 60 ára afmæli félagsins með samveru á hótelinu og afmælisfagnaði á laugardagskvöldið. Frábært að vera á Hótel Örk í góðra vina hópi.

Lesa meira

30. mars 2006

Öflugt æskulýðsstarf í Árborg Öflugt æskulýðsstarf í Árborg.

Lesa meira