|
9. apríl 2006
ÍÍ dag kl. 11.30 er Marinó Geir og félagar hans í handboltanum að spila í Digranesi kl. 11.30 um Íslandsmeistaratitil í handbolta. Þeir voru að keppa í gær og unnu alla sína leiki. Spennandi að sjá hverning þeim gengur í dag. Áfram Selfoss !
Úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil á milli Selfoss og Fram í Mýrinni í dag hafði Fram betur og Selfoss lenti í öðru sæti. Frábær árangur hjá strákunum okkar, til hamingju strákar.
Lesa meira
8. apríl 2006
Íbúafundi um framtíðaruppbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem haldinn var á fimmtudaginn sl. var frestað til mánudagsins 10 apríl kl. 18.00. Ástæðan var sú að mæting íbúa hefði mátt vera meiri, en mikilvægt er að sem flestir komi og taki þátt í að móta framtíðina og láta álit sitt í ljós um hvar eigi að byggja upp skólann.
Lesa meira
8. apríl 2006
Í kvöld var söngvakeppni framhaldsskólanna haldin í Mýrinni í Garðabæ. Þar kepptu frænkur mínar Greta Mjöll og Hólmfríður Ósk dætur Samma bróður. Það var mikil kæti á heimilinu þegar ljóst var að þær urðu í öðru sæti stelpurnar. Þegar maður horfir á krakkana okkar systkina þá sér maður hve heppnin fjölskylda við erum, þau eru öll vel af guði gerð, standa sig vel í námi, eru í íþróttum og flest þeirra eru á kafi í tónlist. Í þeim sér maður hve mikilvægt tónlistauppeldi er, við systkinin vorum flest í tónlistanámi og höfum alið börnin okkar upp í tónlistauppeldi, þau hafa verið í tónlistaskólum, spilað í hljómsveitum og sungið í kórum. Enda er ávallt þannig þegar komið er saman að mikið er sungið og spilað undir á gítar. Til hamingju Greta og Hófí.
Lesa meira
7. apríl 2006
– nýr miðbær verður að veruleika- Eftir samkomulag Sveitarfélagsins Árborgar og Miðjunnar á Selfossi ehf sem tryggir framkvæmd samkeppni um deiliskipulag nýs miðbæjar og eignarhald sveitarfélagsins á landi í miðbænum…
Lesa meira
6. apríl 2006
Á morgun föstudaginn 7 aprílverður vorhátið B-Listans í Árborg á Hótel Selfoss, hefst skemmtunin kl. 21.00. Sýnd verður tískusýning, farið með gamanmál, söngur, hljómsveitin Uppþot mun koma fram og hljómsveitin Pass spilar fyrir dansi. Líttu við á Hótel Selfoss og skemmtu þér með okkur.
Lesa meira
6. apríl 2006
Í dag kl. 18.00 hefst íbúafundur á Stað á Eyrarbakka þar sem ræða á framtíðarskipan húsnæðismála Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Kynntir verða þeir möguleikar sem koma til greina ásamt kostnaðargreiningu. Síðan verður farið í hópavinnu um verkefnið. Súpa og salat í kvöldmatinn, endilega líttu við og taktu þátt.
Lesa meira
|
|