Í dag var ég komin til vinnu kl. 8.00 og var að fram til kl. 16.00. Kvöldið notað til að slaka á og hafa það rólegt.
|
||
14. apríl 2006
Í dag var ég komin til vinnu kl. 8.00 og var að fram til kl. 16.00. Kvöldið notað til að slaka á og hafa það rólegt. 13. apríl 2006
Í dag var ég komin til vinnu kl. 7.00 og var að til 12.30. Þá fórum við Jónas í tvær fermingarveislur, sú fyrri var í Þingborg, femingarbarnið var Dagný Hanna Hróbjartsdóttir, þar spilaði Uppþot fyrir gesti en bróðir hennar er einn af spilurunum í bandinu. Sú seinni var að Efstalandi, fermingarbarnið þar var Júlía S. Eiríksdóttir. Frábærar veislur á báðum stöðum. Um kvöldið litum við í kaffi til Eiríks og Lottu (foreldra Júlíu) og áttum góða stund þar með gestum þeirra frá Danmörku. 12. apríl 2006
Í hádeginu var fundur í Hótel Selfoss á vegum Umhverfisnefndar Árborgar. Á fundinn voru boðnir allir atvinnurekendur í Árborg. Tilgangur fundarins var að gera menn meðvitaða fyrir umhverfi sínu á lóðum fyrirtækja. Fram kom á fundinum í fróðlegu erindi sem Jóhanna Róbertsdóttir flutti að umgengni á lóðum fyrirtækja hefði áhrif á vörumerki þess. Ásýnd fyrirtækja er mjög mikilvæg og er leitt ef nágranni sem illa gengur um hefur áhrif á það. Einnig kom fram á fundinum að umhirða lóða fyrirtækja hefði áhrif á ásýnd sveitarfélagsins alls. Göngum vel um það gerir fyrirtækið sterkara og sveitarfélagið allt. 11. apríl 2006
Í kvöld fór var ég gestur á fundi Rotary hér á Selfossi. Á fundinum fór ég yfir þau mál sem hafa verið í gangi í sveitarfélaginu síðustu fjögur ár og svaraði fyrirspurnum félaga. Skemmtilegur fundur í góðum félagskap. 11. apríl 2006
Í dag kl. 17.00 var vinnufundur meirihluta bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Fundurinn var óvenju stuttur þar sem hluti af fundarmönnum var að fara í beina útsendingu á nfs fréttastöðinni. 10. apríl 2006
Í dag kl. 17.00 var fundur í skólanefnd grunnskóla í Ráðhúsi Árborgar. Á fundinum var samþykkt tillaga að kennslukvóta skólanna. Skólastjóri Vallaskóla kynnti vinnu skólans í stærðfræðiátaki sem er metnaðarfullt og á eftir að skila skólanum miklu til framtíðar. Fundurinn gekk mjög vel og var hann til kl. 18.00 en flestir fulltrúar nefndarinnar voru að fara áíbúa fund á Eyrarbakka kl. 18.00, um framtíðar skipan húsnæðismála skólans. 10. apríl 2006
Í dag kl. 18.00 hófst íbúafundur á Eyrarbakka um framtíðar skipan húsnæðismála skólans. Á fundinum fór Ásbjörn Blöndal framkvæmdastjóri framkvæmda og veitusviðs yfir þá möguleika sem til skoðunar voru. Uppbygging í hvoru þorpi fyrir sig, uppbygginu á báðum stöðum og uppbyggingu nýs skóla á milli þorpanna. Ódýrasti kosturinn er að byggja upp á Stokkseyri, næst á Eyrarbakka, þá á báðum stöðum en dýrasti möguleikinn er að byggja nýjan skóla á milli þorpanna. Munurinn á milli þessara tveggja síðustu möguleika er aðalega sá að við nýjan stað á milli þarf að leggja í dýrar fráveituframkvæmdir. En kostnaðurinn við að byggja upp á báðum stöðum og á milli þorpanna er rúmur milljarður. Verið er að tala um fullnægjandi skólahúsnæði þar sem gert er ráð fyrir 200 börnum. Ef byggt er upp í báðum þorpum þarf að byggja íþróttahús á Stokkseyri og sundlaug á Eyrarbakka. En á nýjum stað yrði nýr skóli með íþróttahúsi og sundlaug. Góð mæting var á fundinn, ég held að þar hafi verið um 80 manns. Eftir kynningu var unnið í þremur vinnuhópum og síðan gerð skoðanakönnum um hvaða kost íbúar veldu. Niðurstöður verða birtar á vef sveitarfélagsins þegar búið verður að telja upp úr kassanum. Góður fundur um mikilvægt mál. |
||
© 2025 Margrét Katrín Erlingsdóttir |