14. apríl 2006

Föstudagurinn langi

Í dag var ég komin til vinnu kl. 8.00 og var að fram til kl. 16.00. Kvöldið notað til að slaka á og hafa það rólegt.

Lesa meira

13. apríl 2006

Skrídagur

Í dag var ég komin til vinnu kl. 7.00 og var að til 12.30. Þá fórum við Jónas í tvær fermingarveislur, sú fyrri var í Þingborg, femingarbarnið var Dagný Hanna Hróbjartsdóttir, þar spilaði Uppþot fyrir gesti en bróðir hennar er einn af spilurunum í bandinu. Sú seinni var að Efstalandi, fermingarbarnið þar var Júlía S. Eiríksdóttir. Frábærar veislur á báðum stöðum. Um kvöldið litum við í kaffi til Eiríks og Lottu (foreldra Júlíu) og áttum góða stund þar með gestum þeirra frá Danmörku.

Lesa meira

12. apríl 2006

Fundur í Hótel Selfoss

Í hádeginu var fundur í Hótel Selfoss á vegum Umhverfisnefndar Árborgar. Á fundinn voru boðnir allir atvinnurekendur í Árborg. Tilgangur fundarins var að gera menn meðvitaða fyrir umhverfi sínu á lóðum fyrirtækja. Fram kom á fundinum í fróðlegu erindi sem Jóhanna Róbertsdóttir flutti að umgengni á lóðum fyrirtækja hefði áhrif á vörumerki þess. Ásýnd fyrirtækja er mjög mikilvæg og er leitt ef nágranni sem illa gengur um hefur áhrif á það. Einnig kom fram á fundinum að umhirða lóða fyrirtækja hefði áhrif á ásýnd sveitarfélagsins alls. Göngum vel um það gerir fyrirtækið sterkara og sveitarfélagið allt.

Lesa meira

11. apríl 2006

Á fundi hjá Rotary

Í kvöld fór var ég gestur á fundi Rotary hér á Selfossi. Á fundinum fór ég yfir þau mál sem hafa verið í gangi í sveitarfélaginu síðustu fjögur ár og svaraði fyrirspurnum félaga. Skemmtilegur fundur í góðum félagskap.

Lesa meira

11. apríl 2006

Þorvaldur á nfs ásamt oddvitum listanna.

Í dag kl. 17.00 var vinnufundur meirihluta bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Fundurinn var óvenju stuttur þar sem hluti af fundarmönnum var að fara í beina útsendingu á nfs fréttastöðinni.

Þorvaldur Guðmundsson formaður bæjarráðs fór ásamt oddvitum listanna í útsendingu á nfs vegna kostninganna í vor. Umfjöllun um sveitarfélagið var góð í þættinum, frambjóðendur stóðu sig vel. Skoðanakönnum var birt í upphafi fundar og kom fram þar að sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta, samfylkingin fengi tvo menn og við framsóknarmenn tvo, vinstri grænir fengju ekki mann miðað við þetta. Ég vona nú fyrir hönd okkar allra íbúa í Árborg að þetta verði ekki niðurstaðan það er engum flokki hollt að hafa hreinan meirihluta. Einnig vona ég að íbúar meti þau góðu verk sem unnin hafa verið á síðustu fjórum árum. Í sveitarfélaginu hefur verið tekið á hinum ýmsu málum sem skipta íbúana miklu máli. Öll þjónusta við íbúa hefur verið efld til muna. Fólksfjölgun í sveitarfélaginu hefur verið 13 % á síðustu þremur árum á meðan hún er 4% á landsvísu. Það segir okkur að fólk sækist eftir að búa hér vegna þess að við búum í öflugu sveitarfélagi sem stenst samanburð á landsvísu.

Lesa meira

10. apríl 2006

Skólanefndarfundur kl. 17.00

Í dag kl. 17.00 var fundur í skólanefnd grunnskóla í Ráðhúsi Árborgar. Á fundinum var samþykkt tillaga að kennslukvóta skólanna. Skólastjóri Vallaskóla kynnti vinnu skólans í stærðfræðiátaki sem er metnaðarfullt og á eftir að skila skólanum miklu til framtíðar. Fundurinn gekk mjög vel og var hann til kl. 18.00 en flestir fulltrúar nefndarinnar voru að fara áíbúa fund á Eyrarbakka kl. 18.00, um framtíðar skipan húsnæðismála skólans.

Lesa meira

10. apríl 2006

Íbúafundur á Eyrarbakka

Í dag kl. 18.00 hófst íbúafundur á Eyrarbakka um framtíðar skipan húsnæðismála skólans. Á fundinum fór Ásbjörn Blöndal framkvæmdastjóri framkvæmda og veitusviðs yfir þá möguleika sem til skoðunar voru. Uppbygging í hvoru þorpi fyrir sig, uppbygginu á báðum stöðum og uppbyggingu nýs skóla á milli þorpanna. Ódýrasti kosturinn er að byggja upp á Stokkseyri, næst á Eyrarbakka, þá á báðum stöðum en dýrasti möguleikinn er að byggja nýjan skóla á milli þorpanna. Munurinn á milli þessara tveggja síðustu möguleika er aðalega sá að við nýjan stað á milli þarf að leggja í dýrar fráveituframkvæmdir. En kostnaðurinn við að byggja upp á báðum stöðum og á milli þorpanna er rúmur milljarður. Verið er að tala um fullnægjandi skólahúsnæði þar sem gert er ráð fyrir 200 börnum. Ef byggt er upp í báðum þorpum þarf að byggja íþróttahús á Stokkseyri og sundlaug á Eyrarbakka. En á nýjum stað yrði nýr skóli með íþróttahúsi og sundlaug. Góð mæting var á fundinn, ég held að þar hafi verið um 80 manns. Eftir kynningu var unnið í þremur vinnuhópum og síðan gerð skoðanakönnum um hvaða kost íbúar veldu. Niðurstöður verða birtar á vef sveitarfélagsins þegar búið verður að telja upp úr kassanum. Góður fundur um mikilvægt mál.

Lesa meira