20. apríl 2006

Sumardagurinn fyrsti

Sumarið heilsar okkur með bláum himni og sól. Væri ekki dásamlegt ef að sumarið yrði nú svona. Sagt er að vetur og sumar hafi frosið saman og er það einmitt það eina rétta eftir fornum heimildum. Sumarið verður allavega gott hvernig sem veðrið verður. Ég var komin snemma til vinnu í morgun og vann fram eftir degi. Vorboði Árborgar var á sínum stað í Selfosskirkju í kvöld, en löng hefð er fyrir því að Karlakór Selfoss syngi sína fyrstu vortónleika á sumardaginn fyrsta. Þetta er í fyrsta sinn í sennilega nær 15 ár sem við Jónas komumst ekki til að vera með félögum okkar þar. Jónas hefur verið í fríi frá kórnum í vetur þar sem hann hefur verið að önnum kafinn við nám sitt í Háskólanum í Reykjavík. En framundan eru fleiri tónleikar og munum við sækja einhvern þeirra.

Lesa meira

20. apríl 2006

Afmæli Hveragerðisbæjar

Í kvöld kl. 19.00 var hátíðarkvöldverður á Hótel Örk í tilefni af 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Á hátíðinni var Forseti Íslands og frú, bæjarstjórnir Árborgar og Ölfus, og allir núlifandi sem kjörnir hafa verið í sveitastjórn Hveragerðis þessi 60 ár. Þessi kvöldstund var mjög flott, maturinn og þjónustan á Hótel Örk frábær, flutt var lag um Hveragerði sem útsett var í þessu tilefni. Stórkostlegt kvöld með vinum okkar í Bæjarstjórn Hveragerðis, takk fyrir okkur.

Lesa meira

19. apríl 2006

Félag kvenna í atvinnurekstri.

Í morgun kl. 9.00 var fundur hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri Suðurlandsdeild haldin í Pakkhúsinu á Sellfossi. Fyrirlesari kom frá Glitni og kynnti hann starfsemi bankans. Góður fundur.

Lesa meira

18. apríl 2006

Frí í Bæjarráði þessa viku.

Í dag er hefðbundinn vinnudagur og nýtt ég mér það að ekki var meirihlutafundur í dag. Vann fram til kl. 18.00 þá skruppum við Jónas á hestbak fyrir kvöldmat og fund. Ég fór síðan á fund kl. 20.00 í Framsóknarsalnum og kom heim um 22.15

Lesa meira

16. apríl 2006

Góðir gestir í kvöldmat á annan dag páska.

Í dag var ég komin til vinnu um 9.30 og verð eitthvað fram eftir degi.


Í dag var ég að vinna til 14.30 fór þá heim og fengum við Jónas góða gesti. Hanna og Holli komu og borðuðu með okkur kvöldmat. Við áttum saman ánægjulega stund fram á kvöld.

Lesa meira

16. apríl 2006

Páskadagur

Í dag tók ég mér frí í vinnunni. Erlingur, Sif, Gústaf og Guðbjörg komu til okkar seinnipartinn og voru í kvöldmat. Gott kvöld með fjölskyldunni.

Lesa meira

15. apríl 2006

Laugardagur fyrir páska.

Í dag var ég líka að vinna frá kl. 8.00 og fram til kl. 14.00. Þá litu við Inga systir og fjölskylda. Við fórum síðan í afmæliskaffi til Hróbjarts Eyjólfssonar sem er fertugur í dag. Fórum í hesthúsið seinnipartinn og á hestbak með Hróðný og Badda eftir kvöldmat. Kl. eitt eftir miðnætti fórum við í Ölfushöllina að hlusta á Uppþot spila í pásu á afmælisballi hjá Á móti Sól.

Lesa meira