Sumarið heilsar okkur með bláum himni og sól. Væri ekki dásamlegt ef að sumarið yrði nú svona. Sagt er að vetur og sumar hafi frosið saman og er það einmitt það eina rétta eftir fornum heimildum. Sumarið verður allavega gott hvernig sem veðrið verður. Ég var komin snemma til vinnu í morgun og vann fram eftir degi. Vorboði Árborgar var á sínum stað í Selfosskirkju í kvöld, en löng hefð er fyrir því að Karlakór Selfoss syngi sína fyrstu vortónleika á sumardaginn fyrsta. Þetta er í fyrsta sinn í sennilega nær 15 ár sem við Jónas komumst ekki til að vera með félögum okkar þar. Jónas hefur verið í fríi frá kórnum í vetur þar sem hann hefur verið að önnum kafinn við nám sitt í Háskólanum í Reykjavík. En framundan eru fleiri tónleikar og munum við sækja einhvern þeirra.