|
24. apríl 2006
Í dag kl. 16.30 var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri Björgunarmiðstöð í Árborg. Í þessu nýja húsi verða, sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Brunavarnir Árnessýslu og Björgunarfélag Árborgar. Þetta hús er hið myndalegasta og er um 1450 fermetrar að stærð, að hluta til á þremur hæðum. Íöðrum endanum verða Brunavarnir og Sjúkraflutningar, skrifstofu og þjónustubygging á milli en í hinum endanum Björgunarfélagið. Fyrstu skóflustunguna tóku Páll Sigurþórsson einn af stofnfélögum sveitarinnar og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Með þessu að byggja Björgunarmiðstöð í Árborg er stigið stórt skref fram á veginn og horft er til langrar framíðar í uppbyggingu.Það var að mínu mati mikið atriði að ná saman undir eitt þak þessum aðilum, með hugsanlegri aðstöðu fyrir almannavarnir, til að ná samnýtingu og samstarfi eins góðu og mögulegt er. Með uppbyggingu Björgunarmiðstöðvar í Árborg er að rætast einn af þeim draumum sem ég hef átt í framtíðarsýn Árborgar. Til hamingju íbúar Árborgar með væntalega Björgunarmiðstöð.
Lesa meira
24. apríl 2006
Í kvöld var margt um manninn á fundi B-listans í Árborg, við vorum að vinna í málefnaskrá framboðsins. Vinnunni miðar vel áfram. Endilega líttu við á laugardaginn og vertu með.
Lesa meira
23. apríl 2006
Ég ákvað að taka mér frí frá vinnu í dag og við notuðum daginn til að heimsækja fólkið okkar. Við byrjuðum á því að fá okkur morgunkaffi á Eyrarbakka hjá tengdapabba. Fórum þaðan á Hellu og hittum pabba minn, síðan í Hvolsvöll til Ingu systir og hennar fjölskyldu. Á Hvolsvelli var verið að halda upp á afmælið hennar Birtu Rósar en hún á afmæli 24. apríl og verður 7. ára. Húsið var fullt af börnum sem skemmtu sér konunglega í afmælinu. Birta Rós er næst yngst af systkinabörnunum en yngst er systir hennar Ásta Sól sem er að verða 6 ára í sumar. Þær njóta þess vel systurnar að vera yngstar í hópnum, en þær eiga 13 frændsystkini (sem eru frá 16-30 ára) sem hafa gaman af því að leika við þær og dekra þær. Í dag á afmæli Hólmfríður Ósk dóttir Samma bróður, til hamingju með daginn Hófí.
Lesa meira
22. apríl 2006
Í dag kl. 16.30 hittum við Fríðu systir, Ása og Ástu mágkonu mína við Hlíðarvatn í Selvogi. Tilgangurinn var að ganga kringum vatnið (sem reyndist svo ekki hægt) og æfa okkur í göngum fyrir sumarið. Við gengum með vatninu að Vogsósum en þar var áll sem við komumst ekki yfir og gengum því til baka. Alltaf fallegt í Selvoginum. Í júlí ætlum við systkinin ásamt mökum og foreldrum okkar að ganga í Árneshreppi á Ströndum. Við ætlum að sigla frá Norðurfirði í Reykjafjörð, ganga út frá honum í Furufjörð og Þaralátursfjörð, jafnvel upp á Drangajökul. Síðan ætlum við að ganga að Dröngum þar sem mamma mín er alin upp, koma við í Skjaldabjarnarvík og líta á leiði Hallvarðs, ganga fyrir Þúfur og inn Bjarnafjörð og að Dröngum. Við stoppum á Dröngum í tvo – þrjá daga en gögnum svo áfram og inn í Drangavík, þar langar mig að gista eina nótt (frændur mínir segja að þar sé mikill draugagangur !) göngum inn í Ófeigsfjörð, að Seljanesi og endum í Ingólfsfirði hjá Veigu móðursystur.
Lesa meira
22. apríl 2006
Í dag kl. 12.00 hófst fundur á Hótel Selfoss á vegum Kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, á fundinn mættu formenn félaga, frambjóðendur, sveitastjórnarmenn og þingmenn. Fundurinn hófst með súpu og brauði, síðan voru fyrirlestrar og umræður. Góður fundur sem stóð til kl. 15.30
Lesa meira
22. apríl 2006
Í dag kl. 10.00 er vikulegt morgunkaffi í sal Framsóknar við Eyraveg. Einnig eru vikulegir fundir á mánudagskvöldum kl. 20.00. Endilega líttu við og vertu með.
Lesa meira
21. apríl 2006
Í kvöld kl. 18.00 hófst fagnaður hjá TRS hér á Selfossi meðal annars til að fagna 10 ára afmæli fyrirtækisins, einnig fagna þeir því að hafa lagt nær allt húsið undir starfsemi sína, þeir fagna því að hafa fengið þjónustu símans í verslun sína, einnig voru þeir með „tækni undur“ á hlaðinu sem var stór vörubíll með aftaní vagni, bíll þessi var merktur IMB og var fullur af tæknibúnaði…fyrir tugi milljóna. Fagnður þessi var einstaklega vel heppnaður, veitingar, lifandi tónlist og notaleg heit. Til hamingju TRS með fyrirtæki í fremstu röð.
Lesa meira
|
|