|
29. apríl 2006
Í kvöld kl. 21:00 hófust lokatónleikar Karlakórs Selfoss á Flúðum. Ég skaust heim eftir fundinn til að sækja Jónas og fórum við síðan saman á tónleikana og ballið á Flúðum. Tónleikarnir voru góðir, tveir einsöngvarar voru með kórnum, Óskar Kristinsson tenor og Helga Kolbeinsdóttir sópran. Vel lukkað hjá þeim báðum. Ballið eftir tónleika var að venju mjög skemmtilegt, Sölvarnir spiluðu fyrir dansi.
Lesa meira
29. apríl 2006
Fundi Héraðsnefndar var framhaldið kl. 9:00 í morgun, fundurinn stóð til kl. 15:30. Þessi fundur nefndarinnar var mjög góður og árangursríkur. Það var okkur öllum ljóst sem þennan fund sátum að á næsta fundi nefnarinnar verða mörg ný andlit. Margir sem setið hafa í nefndinni gefa ekki kost á sér til áframhaldandisetu í sveitarstjórn og hverfa því af vellinum. En það sem er nú svo skemmitlegt við að fá tækifæri til að taka þátt í sveitastjórnarstarfinu er að maður kynnist fólki um allt land ogeignast vináttu sem endist allt lífið. Ég hef oft sagt að það að eignast vini er fágæt gjöf og á það vel viðum alla þá vini sem ég hef eignast síðustufjögur ár í sveitastjórnumum allt Suðurland
Lesa meira
28. apríl 2006
Í dag kl. 14:00 hófst síðasti fundur Héraðsnefndar Árnesinga á þessu kjörtímabili. Fundurinn var haldinn á Flúðum, gist var á Hótel Flúðum, en fundurinn stóð tillaugardags. Á fundinn mæta fulltrúar allra sveitarfélaga í sýslunni, oddviti Héraðsnefndar er Hjörleifur Brynjólfsson frá Sveitarfélaginu Ölfus, með honum í héraðsráðinu sitja, Þorvaldur Guðmundsson Árborg og Gunnar Þorgeirsson Grímsnes og Grafningshreppi.
Lesa meira
27. apríl 2006
Seinni partinn í dag fór Bæjarstjórn Árborgar, Bæjarstjóri, Framkvæmdastjórar, ásamt mökum allra að Hótel Geysi í kvöldmat. Maturinn og þjónustan á Geysi er alltaf jafn góð. Frábært kvöld með góðum hóp.
Lesa meira
27. apríl 2006
Í hádeginu í dag var haldinn framboðsfundur í FSU á vegum ungliðahreyfinganna í Árborg. Frambjóðendur stóðu sig allir vel í framsögu og lokaorðum. Fyrirspurnir úr sal voru líflegar og voru svör skýr í mörgum málum.Á fundinum kom fram að meirihlutaflokkarnir, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, gáfu báðir skýr svör um uppbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. En spurt var hvar ætlar þinn flokkur að byggja upp skólann. Báðir flokkarnir sögðu að þeir mundu leggja áherslu á aðbyggt yrði upp í báðum þorpum. Einnig kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að byggja upp fjölnota íþróttahöll á tjaldsvæðinu við Engjaveg. Ekki mikil framsýni í því að mínu mati. Mjög fínn fundur í Fjölbraut.
Lesa meira
26. apríl 2006
Í dag kl. 17:00 var fundur í Bæjarstjórn Árborgar þar sem afgreiddur var ársreikningur sveitarfélagsins árið 2005.
Lesa meira
26. apríl 2006
Reykjafjörður er breiður og stuttur fjörður. Hann fór í eyði árið 1959, en húsum hefur verið haldið við og þau standa í tveimur þyrpingum utarlega við norðvestanverðan fjörðinn þar sem láglendi er nokkurt. Gömlu bæjarhúsin standa á hæð ofan við sjóinn og önnur hús sem eru í sumarábúð eru nokkuð innar. |
Lesa meira
|
|