4. maí 2006

Dvergurinn lagaður til..

Í kvöld vorum við á B-listanum ásamt flokksfélögum í Framsóknarflokknum að taka til og mála Dverginn við Eyraveg þar sem við ætlum að hafa kosningaskrifstofuna.

Lesa meira

4. maí 2006

Árborg í öruggum rekstri

Lesa meira

3. maí 2006

Sunnan 3, kynning.

Í dag kl. 17.00 var kynning á verkefninu Sunnan 3 fyrir bæjarstjórnir og starfsmenn Árborgar, Hveragerðis og Ölfus. Sunnan 3 er samstarfsverkefni þessara sveitarfélaga meðal annars um rafræna stjórnsýslu. Af kynningunni að dæma er verkefnið að heppnast mjög vel og spennandi þegar það verður opnað fyrir íbúana til notkunar. Hver og einn íbúi kemur til með að eiga sitt heimasvæði í kerfinu þar sem fram koma allar upplýsingar sem hann snerta innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Spennandi verkefni.

Lesa meira

2. maí 2006

Fór á hestbak

Eftir fundinn fórum við Jónas í hesthúsið og fórum á bak. Ég fór á Ljúfling minn sem ég fékk mér í haust. Hann er að komast í þjálfun þar sem Jónas hefur verið drjúgur í að þjálfa hann fyrir mig. Frábært að komast á hestbak og slaka aðeins á.

Lesa meira

1. maí 2006

Málefnavinna á lokaspretti

Í kvöld vorum við að yfirlesa málefnaskrá framboðsins sem á að leggja fram á laugardaginn við opnun kosningaskrifstofunnar.

Lesa meira

1. maí 2006

Vinnudagur 1. maí.

Í dag fórum við Jónas bæði í vinnuna, en hann vinnur flesta frídaga þar sem mjólkin er sótt til bænda sama hver dagurinn er. Seinnipartinn fórum við í kaffi á Eyrarbakka til Gústa og Maju.

Lesa meira

30. apríl 2006

Sunnudagur 30. apríl , Þrek og tár.

Í dag hefur mér nú ekki orðið mikið úr verki eftir langa og stranga viku. Við fórum þó í góðan göngutúr við Jónas um bæinn okkar Selfoss. Gestagangur var fram eftir degi eins og oft er á sunnudögum. Gott að taka einn dag í afslöppun og leti.


Í kvöld fórum við í Hveragerði til að sjá leiksýninguna Þrek ogtárásamt vinum okkar Ellu Veigu og Einari í Egilsstaðakoti. Sýningin hófst kl. 20:00 og stóð til 22:30. Við fórum meðal annars til að sjá vin okkar Hjört leika og heyra hana Boggu hans spila á píanóið. Skemmtileg sýning sem þú ættir endilega að sjá.

Lesa meira