13. maí 2006

Afhending Tryggvaskála

Í laugardag undirrita Skálafélagið á Selfossi og bæjarstjórn samning um afhendingu Tryggvaskála til hins fyrrnefnda. Jafnframt hefur bærinn ákveðið að leggja 5 milljónir í viðbót til endurgerðar skólans sem áætlað er að ljúki að mestu á þessu ári.

Lesa meira

12. maí 2006

Dagurinn í dag

Ég fór til vinnu í morgun fyrsta daginn þessa viku. Jónas er allur að hressast þrátt fyrir allt. Honum líður vel en er frekar þreklaus, hann á að nota þennan mánuð í að byggja sig upp. Hann mun að öllu óbreyttu geta farið að vinna í júní. Við erum sammála um það að hve mikið lán hefur verið yfir okkur í þessum veikindum. Það eru ekki allir sem fá annað tækifæri í lífinu eins og okkur er gefið núna.Maður ereinhvernveginn svo fljótur að gleyma sér í hraða nútímans, gleymir því hvað það er sem skiptir okkur mestu máli. En þegar maður fær gula eða jafnvel rauða spjaldið þá á maður að veltaalvarlegafyrir sér hlutunum. Ykkur öllum þökkum við ómetanlegan stuðning, kærar kveðjur og óskir sem okkur hafa borist. Það hefur verið okkur ómetanlegt og gefið okkur mikiðþessa síðustu daga sem vissulega hafa verið okkur erfiðir.

Lesa meira

9. maí 2006

Þriðja hæðin verður byggð.

Ákveðið hefur verið að byggja þriðju hæðina ofan á nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfoss. Þar með bætast við um 25 rými í hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Þetta kom fram í ávarpi Þorvaldar Guðmundssnar formanns bæjarráðs Árborgar á sameiginlegum kosningafundi framboðannasem haldinn var í Grænumörk.

Með byggingu þriðju hæðarinnar er séð fyrir lausn á bráðavanda þeirra einstaklinga sem nú eru á biðlistum eftir hjúkrunarheimilisrými. Þá er reiknað með að starfssemi á Ljósheimum flytji öll í hið nýja hús en nýlega lýsti Magnús Skúlason framkvæmdastjóri H.Su. því yfir á blaðamannafundi að bygging þriðju hæðarinnar væri í reynd forsenda þess að hægt yrði að leggja Ljósheima af.

Upphaflega voru fyrirhuguð verklok hússins í febrúar næstkomandi en verkið hefur þegar tafist um nokkra mánuði vegna umræðu um þriðju hæðina. Fyrirhugað er heilsugæsla verði á fyrstu hæð hússins en hjúkrunarheimili á efri hæðum. Núverandi áætlun gerir ráð fyrir að innrétting fyrstu hæðarinnar bíði en fyrst verði lokið við hjúkrunarheimilishlutann.


Ekki var ljóst í gær hvort að hin nýja ákvörðun feli í sér innréttingu á bæði annarri og þriðju hæð eða aðeins annarri þeirra í þessum áfanga. Þá þykir ljóst að verklok munu dragast um einhverja mánuði

Lesa meira

9. maí 2006

Framboðsfundur í Grænumörk.

Í dag kl. 16.30 hófst framboðsfundur í Grænumörk á vegum félags eldri borgara. Fundurinn var nokkuð góður og skemmtilegur, hann stóð til 18.25. Alltaf gaman að koma í Grænumörkina. Takk fyrir góðan fund.

Lesa meira

9. maí 2006

Viljayfirlýsing við Fossafl.

Forsvarsmenn sveitfélagsins í Árborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu við byggingafyrirtækið Fossafl vegna hugsanlegrar stækkunar þjónustumiðstöðvar aldraðra við Grænumörk 5 á Selfossi og aðstöðu fyrir hjúkrunarheimili.


Fossafl ætlar að byggja og reka fjölbýlishús við Austurveg sem rúmar fjölbreytta þjónustustarfsemi og íbúðir. Með viljayfirlýsingunni er stefnt að því að nýja húsnæðið verði tengt Grænumörk 5 með tengibyggingu. Með því móti væri til að mynda hægt samnýta íþróttaaðstöðu, samkomusal og tómstundaherbergi í nýju byggingunni. Einnig eru áform um að þar verði matvöru- og lyfjaverslun.

Nýja fjölbýlishúsið sem um ræðir er sex hæða með um 100 – 140 íbúðum. Kostnaður eru rúmir þrír milljarðar króna. Fossafl ber allan þungan af kostnaðinum en sveitafélagið mun leigja húsnæði á neðstu hæð undir þjónustustarfsemi.

Framkvæmdir munu hefjast í haust ef allt gengur upp sagði Snorri Sigurðsson, og munu taka um eitt og hálft ár.

Lesa meira

9. maí 2006

Dagurinn…!

Í dag vorum við mætt kl. 9.00 í Fossvoginn á dagdeildina. Rannsóknir hófust kl. 9.30 og stóðu til kl. 10.30 þá fórum við aðeins í bíltúr, keyrðum um Kópavoginn fengum okkur göngutúr með sjónum, kíktum í kaffi til Samma bróðir og vorum svo mætt aftur kl. 12.30 í næstu rannsókn.Okkur var sleppt út um kl. 15.00 í dag og brunuðum þá heim. Þetta var langur dagur og var Jónas þreyttur er heim var komið. Hann er strax byrjaður að byggja sig upp og fer í göngutúr á hverju kvöldi. Við erum þakklát fyrir hve vel gengur og að hann skildi sleppa svona vel. Það eru ekki allir sem fá annað tækifæri í lífinu. Þökkum ykkur öllum góðar kveðjur og óskir.

Lesa meira

8. maí 2006

Allt gengur eins og í sögu.

Hann var nú öðruvísi laugardagurinn en til stóð, við fórum á fætur rétt fyrir níu og hlökkuðum til dagsins, opnun á kosningamiðstöð framboð B-listans í Árborg, sólin skein í heiði og lífið brosti við okkur.
En áður en við eiginlega vissum af var Jónas á leið til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Þannig að við vörðum laugardeginum á bráðamóttökunni í Fossvogi og síðan á taugadeildinni fram á sunnudag. Jónas kom heim af spítalanum á sunnudagseftirmiðdag og fer núna daglega til rannsókna á dagdeildina í Fossvogi. Allt hefur gengið eins og í sögu og er hann allur að braggast eftir áfallið sem hann fékk. Hann hefur tapað þó nokkru þreki en vinnur það upp á næstu vikum.

Aðalatriðið er að hann hefur öðlast aftur allt það sem hann missti og ekki er hægt að sjá að hann hafi nokkuð sakað. Þakka ykkur allar góðu kveðjurnar og óskirnar sem okkur hafa borist síðustu daga.

Lesa meira