16. ágúst 2006

Vinátta bæjarfulltrúa vinabæja.

Lesa meira

17. júní 2006

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Ég vil óska öllum gleðilegs þjóðhátíðardags.
Ég hef nú ekki skrifað á síðuna mína um nokkurt skeið, um má kenna miklum önnum í pólitíkinni og í starfi mínu við skattskil. Einnig hafa skrif þau sem birst hafa á heimasíðum annarra bæjarfulltrúa undanfarið,sem að mínu matieru langt út fyrir það sem eðlilegt telst á síðu tengdri sveitarfélaginu Árborg, gert það að verkum að ég hef verið verulega hugsi um tilverurétt þessara heimasíðna.

Lesa meira

24. maí 2006

Framsókn til framtíðar

Lesa meira

23. maí 2006

Hrútavinir Group, kunna að meta gott kaffi.

Hrútavinir Group láta sér fátt óviðkomandi í mannlegri tilveru og eru glöggir á að koma auga á hinar jákvæðu hliðar mannlífs og menningararfleiðar eins og dæmin sanna.

Hrútavinir hafa komið víða við á síðustu vikum og spá töluvert í væntanlegar sveitarstjórnarkosningar á landinu og þá sérstaklaeg í Árborg og nær byggðum.

Hrútavinir hafa sótt heim allar kosningaskrifstofur framboðana í Sveitarfélaginu Árborg og þegið góðar kaffiveitingar og um leið vegið og metið kaffigæðin og önnur lykilatriði kaffimála.

Lesa meira

21. maí 2006

Kosningamiðstöðin opin í dag.

Líttu við í kaffi í Dvergnum við Eyraveg, frambjóðendur verða á staðnum.

Lesa meira

21. maí 2006

Margt um manninn í Dvergnum

Í dag var margt um manninn í Dvergnum kosningamiðstöð Framsóknarmanna Það er skemmtilegur tími þegar kosningar nálgast maður hittir marga sem eru á ferðinni í bænum. Endilega líttu við.

Lesa meira

19. maí 2006

Erlingur Örn stúdent

Í dag er stór dagur í fjölskyldunni, Erlingur Örn er að útskrifast sem stúdent frá Iðnskólanum í Reykjavík af tæknibraut. Útskriftin var kl. 15.00 í Hallgrímskirkju og voru útskrifaðir 220 nemendur af hinum ýmsu brautum, kirkjan var full af fólki sem var að samgleðjast með nemendum skólans. Að athöfninni lokinni brunuðum við heim á Selfoss og tókum á móti gestum í Kringlumýrinni. Dagurinn var frábær og glatt á hjalla fram á kvöld.

Lesa meira