30. nóvember 2006

Fundur Framsóknarmanna

Í kvöld kl. 20.00 er fundur hjá Framsóknarfélagi Árborgar með bæjarfulltrúum, nefndarfólki, öllum sem sátu á lista flokksins sl. vor og trúnaðarmanna.   Um er að ræða mánaðarlegan fund sem haldinn er í þessum hópi.

Lesa meira

30. nóvember 2006

Bæjarráð og Bygginganefnd

Dagurinn hófst á fundi í Bæjarráði Árborgar kl.8.00 og stóð hann til að verða 9.00.
Kl. 16.00 var fjórði fundur í bygginganefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.  Verið er að fara yfir byggingaáform skólans.  Farið var yfir allar ábendingar sem fram komu á kynningarfundi sem haldinn var á Stokkseyri.

Lesa meira

29. nóvember 2006

Miðvikudagur..

Í dag var vinnudagur og fundur í meirihluta bæjarstjórnar vegna bæjarráðsfundar á morgun.

Lesa meira

28. nóvember 2006

Meirihluti bæjarstjórnar á vinnufundi.

Alla þriðjudaga kl. 17.00 er vinnufundur í meirihluta Bæjarstjórnar Árborgar.  Fundurinn hófst kl. 17.00 og stóð til kl. 19.00

Lesa meira

27. nóvember 2006

Vinna og fundur.

Í dag var góður vinnudagur.  Óvenjulega mikill friður á skrifstofunni.  Kl. 16.15 var síðan kynningafundur á skólaskrifstofu Suðurlands þar sem við fengum kynningu á starfseminni.  Mjög góður og gagnlegur fundur.

Lesa meira

25. nóvember 2006

Jólahlaðborð á Hótel Geysi.

Í kvöld fórum við hjónin ásamt vinum okkar í hjónaklúbbnum á jólahlaðboð uppá Geysi.  Að vanda var vel gert við gesti þar.  Maturinn framúrskarandi og dinner músikin frábær.  Labbi spilaði ásamt Badda vini okkar og fleirum.  Stórgott kvöld í vina hópi.

Lesa meira

25. nóvember 2006

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins

Í morgun kl. 10.00 hófst fundur í miðstjórn flokksins.  Miðstjórn fer með stjórn á milli flokksþinga.  Formaður okkar Jón Sigurðsson hélt sína fyrstu ræðu sem formaður.  Ræðan féll í góðan jarðveg flokksmanna.

Lesa meira