11. mars 2007

Vinna á sunnudegi.

Í morgun var ég komin í vinnu uppúr kl. 8.00 og var að til 16.00.  Gott að vinna á sunnudegi þá er friður og ró, og síminn stein þegir.

Lesa meira

10. mars 2007

Tekið til í hesthúsinu og slakað á…

Í dag byrjaði dagurinn á morgunfundi B listann í Árborg frá 10 – 12.  Eftir hádegi fórum við hjónakornin í hesthúsið og var tekið til hendinni og undirbúið að taka inn hrossin.  Góður dagur og gott að reyna á sig líkamlega… það er orðið alltof sjaldan sem ég geri það.

Lesa meira

9. mars 2007

Grand Cointreau systur hittast.

Í kvöld hittist systrahópurinn í Kaffi krús.  Því miður komust ekki allar og var áberandi rólegt yfir hópnum….enda vantaði þær sem hafa sig mest í frammi og eru lang háværastar….frábært kvöld með systrum…

Lesa meira

8. mars 2007

Umsögn um samgönguáætlun 2007-2018

Bæjarráð Árborgar lýsir ánægju sinni með þá fjárveitingu sem áætluð er til uppbyggingar Suðurlandsvegar. Bæjarráð ítrekar fyrri kröfur sínar um að Suðurlandsvegur milli Reykjavíkur og Selfoss verði fjögurra akreina vegur enda er um það algjör samstaða meðal sunnlenskra sveitarstjórnamanna.

Umferð um Suðurlandsveg hefur vaxið verulega undanfarin ár og ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Því er nauðsynlegt að framkvæmdir gangi hratt fyrir sig til að bæta öryggi vegfarenda og til að koma í veg fyrir að núverandi ástand Suðurlandsvegar hafi hamlandi áhrif á þá gríðarlegu uppbyggingu sem verið hefur á Suðurlandi undanfarin misseri. Bæjarráð leggur áherslu á að um leið og tillagan hefur verið samþykkt verði hafist handa og auglýst eftir tilboðum í samræmi við þá heimild til einkafjármögnunar sem felst í tillögunni.

Þá vill bæjarráð Árborgar taka fram að það telur algjörlega óásættanlegt að ekki sé gert ráð fyrir uppbyggingu vegar norðan byggðar á Selfossi með nýrri Ölfusárbrú fyrr en á þriðja tímabili samgönguáætlunar 2015 til 2018. Það er eindregin krafa bæjarráðs að verkefnið hefjist á árinu 2008.

Lesa meira

8. mars 2007

Brunavarnir Árnessýslu

Í kvöld kl. 20.00 var góður fundur sem stjórn Brunavarna Árnessýslu hélt með slökkviliðsmönnum á Selfossi.  Umræðuefni á fundinum var meðal annars húsnæðismál á Selfossi.  Oddur Árnason Yfirlögregluþjónn mætti á fundinn og fór yfir umferðarmálin.  Gagnlegur fundur og mjög upplýsandi um málefni Brunavarna.  Fundi var slitið um kl. 23.00

Lesa meira

8. mars 2007

Bókun Bæjarráðs

Lækkun virðisaukaskatts á mat í mötuneytum –
Bæjarráð samþykkir að fela verkefnisstjóra fræðslumála að reikna út áhrif lækkunar virðisaukaskatts á matarkostnað í mötuneytum á skólavist og í leik- og grunnskólum og gera tillögu til bæjarráðs um samsvarandi lækkun til foreldra vegna þessa, fyrir 37. fund bæjarráðs. Einnig felur bæjarráð framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar að ganga eftir því að tilbúinn matur sem sveitarfélagið kaupir af öðrum þjónustuaðilum lækki samsvarandi. Upplýsingar óskast lagðar fyrir bæjarráð fyrir lok mars.

Lesa meira

8. mars 2007

Bæjarráð

Í morgun hófst fundur Bæjarráðs Árborgar kl. 8.10 eins og alla fimmtudagsmorgna.  Fundurinn var stóð til kl. 9.30 .  

Lesa meira