14. mars 2007

Tillaga til Sambands íslenskra sveitarfélaga, samþykkt á Bæjarstjórnarfundi

Tillaga um að bæjarstjórn fari þess á leit við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að sett verði á fót nefnd á vegum Sambandsins til að kostnaðarmeta öll lög og reglugerðir sem varða sveitarfélögin frá 1996 til 2007.

Lesa meira

14. mars 2007

Landsmót UMFÍ á Selfossi 2012 , bókun Bæjarstjórn

Formaður gerði grein fyrir bréfi framkvæmdastjóra HSK um landsmót UMFÍ 2012 og bæjarstjórinn bókaði fyrir hönd meirihlutans.

Lesa meira

14. mars 2007

Bæjarstjórn.

Í dag kl. 17.00 hófst fundur í Bæjarstjórn Árborgar og stóð hann til kl. 20.50, ég held að þetta sé einn af lengstu fundunum sem ég hef setið í Bæjarstjórn.

Lesa meira

13. mars 2007

Vinabæjarmót í Kalmar.

Í sumar er vinabæjarmót í Kalmar í Svíþjóð.  Árborg er í vinabæjarsamstarfi með fjórum löndum.  Arendal í Noregi, Kalmar í Svíþjóð, Savolinna í Finnlandi og Silkiborg í Danmörku.  Vinabæjarsamstarf er skemmtilegur vettvangur til að kynnast starfi í öðrum löndum. Kynnast fólki sem er að starfa á sama vettvangi og við en við allt aðrar aðstæður.  Við höfum farið á tvö slík mót, fyrst hér í Árborg og síðan í Arendal.  Við eignuðumst mjög góða vini frá Arendal sem hafa heimsótt okkur fjóru sinnum og við höfum farið einu sinni til þeirra.  Mjög skemmtilegur vettvangur til vinatengsla.

Lesa meira

13. mars 2007

Grænlandsferð framundan.

Í ágúst ætlum við hjónin ásamt Möggu mákonu og Jóni til Nuuk á Grænlandi í heimsókn til Atla mágs míns og Inge konu hans.  Atli hefur búið á Grænlandi í mörg ár og er orðið löngu tímabært að heimsækja hann og fjölskyldu hans.  Við ætlum að stoppa í 5 daga og hlökkum við mikið til.

Lesa meira

13. mars 2007

Sif í landsliðinu í fótbolta.

Um þessar mundir er kvennalandsliðið í fótbolta í Portúgal. Í hópnum er hún Sif tengdadóttir okkar, unnusta Erlings Arnar. Hún spilar með Val.  Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar og Steinunnar Guðnadóttur.

Einnig eru í hópnum frænkur mínar tvær, Gréta Mjöll dóttir Samma bróður míns og Hólmfríður dóttir Magnúsar föðurbróður míns.
Frábært að hafa þrjár úr sömu fjölskyldunni í landsliðinu í fótbolta.

Lesa meira

12. mars 2007

Mánudagur og vor í lofti

Mikið var indislegt að koma út í morgun og finna ilminn af jörðinni og upplifa tilfinningu vorsins. Ég verð að segja það að alltaf hlakka ég jafn mikið til vorsins og sumarsins. Dásamlegasti tími ársins.

Lesa meira