20. mars 2007

Góðir gestir í kvöld.

Þegar ég  kom heim af fundi voru góðir gestir í kaffi hjá Jónasi.  Mjólkurfræðingarnir Eiríkur og Lotta (hin danska) komin með þennan líka fallega blómvönd í tilefni af 45. ára afmælinu mínu um daginn.

Annars fór Jónas til Reykjavíkur í morgun til læknis og var komst ekki heim vegna óveðurs fyrr en um fimmleitið… ég hélt að vorið væri að koma…

Lesa meira

20. mars 2007

Meirihlutafundur

Vikulegur meirihlutafundur hófst í dag 16.00 og stóð til kl. 21.15.

Lesa meira

20. mars 2007

Bæjarmálahópur á fundi.

Í morgun kl. 8.00 hófst fundur hjá bæjarmálahópi B-listans í Árborg.  Við sex sem vorum efst á listanum í síðustu kosningum hittumst alltaf vikulega.  Fundurinn stóð til 9.30.

Lesa meira

19. mars 2007

Kristín Bára Gunnarsdóttir vann !

Ræðukeppnin tókst vel hjá ITC Jóru, þrír keppendur tóku þátt. Í deildinni eru 17 konur og tvær í viðbót að ganga inn.  Kristín Bára Gunnarsdóttir vann keppnina með skemmtilegri ræðu um „göngu“ stafa-, fjall-, kraft- eða bara göngutúra.  Góður árangur hjá Báru, til hamingju.

Lesa meira

18. mars 2007

Sunnudagurinn 18. mars 2007

Í dag fórum við Jónas á handboltaleik í Íþróttahúsinu við Vallaskóla.  Þar voru að spila 2. flokkur Selfoss og ÍBV.   Strákarnir okkar stóðu sig vel og unnu 33 – 24.  Góður leikur hjá strákunum.

Við litum síðan í kaffi til Önnu Stínu systir og Hafsteins þar sem spáð var í lífsins gagn og nauðsynjar.

Um kvöldmat fórum við til Reykjavíkur á fund í hjónaklúbbnum okkar en við höfum ekki náð saman nokkuð lengi.  Góð og notaleg stund í hópi vina.

Ekkert veður var í dag til hrossaflutninga.

Lesa meira

17. mars 2007

Opnun heimasíðu

Velkominn á heimasíðuna mína. 
Ég hef verið að setja þessa síðu saman um nokkurt skeið það tekur alltaf  tíma að klára þannig að maður sé sáttur við niðurstöðuna. 

Þessari síðu er ætlað að opna fyrir þér glugga lesandi góður um daglegt líf  hjá mér og mínum.   Dálítið mun koma af pólitík inn á síðuna og frá bæjarmálunum í Árborg þar sem þau taka nær allan minn frítíma og oft á tíðum drjúgan hlut úr vinnudeginum.   Einnig munu detta inn á þessa síðu upplýsingar um skattamál og þess háttar sem við erum að glíma við hér á skrifstofunni.

Hægt er að setja sig í samband við mig á síðunni.

Takk fyrir að líta við.

Maddý

Lesa meira

17. mars 2007

Hesthúsferð og skítmokstur

Í lok vinnudags er fátt notalegra en að fara í hesthúsið og sinna hestunum sínum.  Í dag um fimmleitið fórum við Jónas og mokuðum út, kemdum og gáfum hestunum okkar.  Við erum með þrjá hesta á húsi núna, stefndum á að sækja fleiri hross á morgun en ekki er gott útlit í veðri til þess, en við sjáum til hvernig morgundagurinn verður.

Lesa meira