Í morgun laugardag kl. 8.00 hófst vinnufundur í meirihluta bæjarstjórnar og stóð hann til 12.30.
|
||
24. mars 2007
Í morgun laugardag kl. 8.00 hófst vinnufundur í meirihluta bæjarstjórnar og stóð hann til 12.30. 23. mars 2007
Erlingur Örn elsti sonur okkar hefur háð kosningabaráttu síðustu daga innan Háskólans í Reykjavík. Hann bauð sig fram sem skemmtanastjóri verkfræðinema. Kosningin hefur staðið alla þessa viku og voru úrslitin kunngerð nú í kvöld. Strákurinn fékk 95% allra greiddra atkvæða og er því orðinn Skemmtanastjóri. Frábært hjá stráknum, til hamingju með þetta Elli minn. 23. mars 2007
Í dag er yngsti drengurinn okkar 17. ára og kominn með bílpróf. Marinó er nemandi í Fjölbrautarskóla Suðurlands og Tónlistaskóla Árnesinga. Hann hefur verið í námi í trommuleik í nokkur ár hjá Stefáni Þórhallssyni. Hann spilar í tveimur hljómsveitum ásamt skólagöngunni. Marinó er líka í handbolta og spilar með Selfoss.
Maður sér í börnunum sínum hve tíminn líður hratt, það eru nú ekki mörg ár finnst mér síðan hann byrjaði í leikskólanum Ásheimum hjá Kiddý og síðan í grunnskólanum, en nú er hann að verða fullorðinn maður sem tekur ábyrgð á eigin lífi. Samt finnst okkur foreldrunum við ekki hafa elst neitt miðað við strákana okkar. Hann var mjög fús í morgun að keyra mömmu sína í vinnuna þó að ég ætti að mæta tveimur tímum á undan honum. 22. mars 2007
Í dag kl. 17.00 var haldinn fundur í Bæjarstjórn Árborgar, aukafundur, á dagskránni var fyrri umræðan um frumvar af þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Gylfi Þorkelsson lagði fram tillögu til breytingar frá útsendri áætlun á þá leið að framkvæmdir við Fjörustíg færist frá árinu 2010 til 2008, 35 milljón króna framkvæmd. 22. mars 2007
Á bæjarráðsfundi var afgreidd fundagerð Bygginganefndar Barnaskólands á Eyrarbakka og Stokkseyri. Frá nefndinn kom beiðni um formlega afgreiðslu á þremur þáttum. Afgreiðslan var þessi; 22. mars 2007
Í morgun kl. 8.00 var fundur í Bæjarráði Árborgar, fundurinn var óvenju langur en hann stóð til 10.30. Góðir gestir komu á fundinn frá MS, þeir Guðbrandur Sigurðsson forstjóri og Guðmundur Geir Gunnarsson bússtjóri hér á Selfossi. 21. mars 2007
Í morgun hóf ég daginn að venju á skrifstofunni en stoppaði mjög stutt því ég hafði skipulagt að vera hjá foreldrum mínum á Hellu í morgunkaffi um 9 leitið. Við hittumst í búðinni „Hjá Vinsý“ og fengum okkur nýbakað úr Bakaríinu. Alltaf jafn notalegt að koma heim og skrítið að manni skuli alltaf finnast maður vera að fara heim þegar farið er til foreldranna. Pabbi og mamma er ótrúlega frísk og kát, ríða út, planta trjám og vinna fullan vinnudag. Mamma rekur búðina sína en pabbi ekur um á vörubílnum eða grefur með gröfunni eða bara situr í jarðýtunni allann daginni. Vonandi verður maður svona frískur þegar efri árin færast yfir. |
||
© 2024 Margrét Katrín Erlingsdóttir |