|
29. mars 2007
Meirihluti bæjarráðs ákvað í morgun að ganga til samstarfs við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga um rekstur dagvistar fyrir heilabilaða –
Lagt var fram svohljóðandi svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista vegna úrræða fyrir alzheimarsjúklinga:
Bæjarstjóri hefur á undanförnum þremur mánuðum átt fundi og símtöl við fulltrúa FAAS (Félags aðstandenda alzheimersjúklinga). Fulltrúar félagsins hafa jafnframt komið á fund með fulltrúum meirihlutaflokkanna vegna málsins. Tilgangur viðræðnanna hefur verið að kanna grundvöll fyrir samstarf sveitarfélagsins og aðstandendafélagsins um að koma á fót dagdvöl í Árborg fyrir alzheimersjúklinga. FAAS hefur lýst vilja sínum til að reka slíka þjónustu á Selfossi ef sveitarfélagið leggi til húsnæði sem henti til starfseminnar. Sækja þarf um daggjöld til heilbrigðisráðuneytisins. Hugmyndin er sú að félagið myndi sækja um í sínu nafni og sjá um daglegan rekstur.
Samræður þessar hafa leitt til þeirrar niðurstöðu meirihluta B, S og V lista í bæjarstjórn Árborgar að hann telur ákjósanlegt og raunhæft að hefja samstarf við FAAS um að koma á fót dagdvöl af þessu tagi fyrir 15 einstaklinga í sveitarfélaginu. Jafnframt verði nágrannasveitarfélögum kynnt þessi áform og boðin þátttaka í verkefninu. Áætlað er að fela bæjarstjóra umsjón með frekari úrvinnslu málsins fyrir hönd sveitarfélagsins.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram svohljóðandi bókun: Meirihluti bæjarráðs samþykkir að hafinn verði formlegur undirbúningur að samstarfi milli sveitarfélagsins og FAAS um að koma á fót dagdvöl fyrir alzheimersjúklinga í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjóra er falið að rita bréf til heilbrigðisráðuneytis þar sem fram komi að Árborg muni leggja til húsnæði fyrir starfsemina. Bæjarstjóra, ásamt framkvæmdastjórum sviða er falið að vinna málinu framgang í samráði við bæjarráð.
Lesa meira
29. mars 2007
Meðal annars var tekin fyrir fundagerð stjórnar Leigubústaða Árborgar vegna viðhalds að Háengi 8-14. Ótrúlegt er nú hvernig bókarnir fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjarráði getur sett fram. Hér á eftir kemur afgreiðslan og bókanirnar…farðu í lesa meira.
Lagt var til að bæjarráð tæki undir niðurstöðu stjórnar Leigubústaða Árborgar ehf um útfærslu á viðgerð á Háengi 8-14. Var það samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og V-lista. Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, situr hjá.
Lesa meira
28. mars 2007
Við hjónakornin fórum til Reykjavíkur í morgun kl. 9.00. Jónas var að fara til læknis í eftirlit vegna áfallsins sl. vor. Allt gekk það nú vel.
Við ákváðum síðan að líta í búðir og þessháttar, meðal annars stóð til að skoða þessa stóru og miklu búð IKEA sem mikið hefur verið talað um. Ég verð nú að segja að þessi búð er nú mikið betri en mig grunaði eftir lýsingum sem ég hef fengið. Mér fannst hún nokkuð skemmtileg, eftri hæðin með húsgögnum, innréttingum og þess háttar mjög þægilega uppsett. Neðrihæðin með mottum, sængum og smávörum var líka bara fín. Reyndar var ég ekki alltaf viss hvort að ég væri á réttri leið en þetta hafðist.
Við litum við hjá Erlingi Erni eftir hádegið, Fríðu systir um kaffið og enduðum svo daginn í mat hjá vinum okkar Holla og Hönnu. Bara fínn dagur.
Lesa meira
27. mars 2007
Í dag var hefðbundinn vinnudagur, verið að grufla í ársreikningum og framtölum. Ég mætti í morgun kl. 7.00 og var í vinnu til 15.30 en þá fór ég á meirihlutafund sem stóð til 19.30, skrapp heim í mat og fór aftur í vinnu og var til kl. 21.30
Lesa meira
26. mars 2007
Í dag fór ég til vinnu 6.45 og kom heim um kl. 18.00. Aldrei þessu vant var enginn fundur í dag sem er nú orðið frekar sjaldgæft hjá mér. Marinó Geir fór í skólann á bílnum mínum og er ákveðið frjálsræði hjá okkur báðum eftir að hann fékk bílpróf. Ég get byrjað að vinna fyrr á morgnanna og hann fer síðan á bílnum í skólann. Hann launar vel fyrir sig strákurinn og nú er bíllinn minn stíf bónaður og fínn.
Þessa dagana er erill á skrifstofunni, margur leggur leið sína til okkar til að koma með skattagögnin sín til vinnslu. Þessi tími skattframtala finnst mér alltaf einn sá skemmtilegasti í vinnunni þar sem mér finnst einstaklega skemmtilegt að gera skattframtöl. Mörgum finnst þetta vera hálf bilað hjá mér en svona eru áhugamálin misjöfn hjá fólki.
Mikil veðurblíða var í dag og fannst mér eins og vorið væri að koma, vonandi er kuldakaflanum lokið og sólin fari að verða oftar á lofti og lengur.
Lesa meira
25. mars 2007
Í dag kl. 11.00 var Daníel Pétur frændi okkar Jónasar fermdur í Kópavogi. Við fórum í veislu til hans í Glersalinn í Kópavogi sem hófst kl. 13.00. Frábær dagur með fjölskyldunni.
Lesa meira
24. mars 2007
Eftir fundinn í morgun fór ég í jarðaför að fylgja Þórunni Engilbertsdóttur sem er fallin frá langt fyrir aldur fram.
Góðir gestir ráku inn nefið í dag eins og gengur og gerist um helgar. Auðvitað farið í hesthúsið til að gefa, kemba og moka. Annars rólegur dagur.
Lesa meira
|
|