|
1. apríl 2007
Daginn ákváðum við að nota til að hvíla okkur og gerðum það mikið og vel !
Lesa meira
31. mars 2007
í dag var ég komin til vinnu kl. rúmlega 8 og var að til 17.00.
skrapp þó í framsóknarkaffi milli 11 – 12
Lesa meira
31. mars 2007
Í kvöld fórum við hjónin ásamt starfsmönnum MS á Selfossi og mökum þeirra með rútum niður á Stokkseyri og skoðuðum söfnin um drauga og álfa.
Þó undarlegt megi teljast þá hef ég ekki komið fyrr inn í söfnin þar sem ég hef aldrei komist í þau ótal mörgu skipti sem mér hefur verið boðið að koma og skoða. Við vorum nú mjög hrifin af söfnunum. Lestur Þórs er auðvitað einstakur á draugasögunum og upplifunin mikil þegar hlustað er á sögur um móra og skottur sem maður hefur áður lesið. Mér fannst nú samt eins og draugsar leggðu mig í einelti þar sem þeir komu sí og æ stökkvandi til mín í allri sinni dýrð ! Taugarnar voru farnar að titra í lok skoðunar.
Álfasafnið er ótrúlega uppbyggt, þeir hafa nú þurft að hafa töluvert fyrir því að búa þetta umhverfi til sem er alveg stórkostlegt. Þó fannst mér, sem áhugamanneskju um álfa, vanta meira af álfum og upplýsingum um þá, þarna hefði til dæmis gjarnan mátt sjást sól-og ljósálfar. En auðvitað er þetta spurning um að láta hugan fljúga og láta ævintýrin mótast í sjálfum sér.
Stórskemmtileg ferð með góðum félögum.
Lesa meira
31. mars 2007
Þegar horft er aftur til ársins 2002 og þeirrar ótrúlegu uppbyggingar sem átt hefur sér stað hér í Árborg fer maður að velta fyrir sér tölum í fjárfestingum sveitarfélagsins. Hvað hefur verið gert síðan þá ? Bæjarstjóri tók saman upplýsingar um fjárfestingar í rauntölum til 2007 og síðan áætlanir til 2010. þar má sjá að fjárfestingar á síðasta kjörtímabili voru tæpir 3.4- milljarðar. Áætlað er 2007 1.5 milljarður, 2008-2010 2.7 milljarðar eða samtals á þessu 8 ára tímabili tæpir 7.6 milljarðar.
Hvað skildi svo hafa verið gert og á að gera við þessa peninga ? þetta meðal annars: Sunnulækjarskóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, hlutdeild í Iðu íþróttahúsi, Hulduheimar leikskóli, Æskukot leikskóli, Leirkelda leikskóli, Gervigrasvellir við Vallaskóla, Sunnulækjarskóla, á Stokkseyri og á Eyrarbakka. Knattspyrnuvöllur við Engjaveg, fráveituframkvæmdir og hreinsistöð og svo mætti lengi lengi telja.
Sjáðu töfluna hér fyrir neðan þar er sundurliðun á fjárfestingum. Farðu í lesa meira.
Lesa meira
30. mars 2007
Í kvöld fórum við syskinin ásamt mökum og foreldrum okkar til Önnu Stínu systir og Hafsteins í tilefni af 50 ára afmælinu hans sem var þann 18. febrúar sl. Við hrekktum karlinn aðeins eins og okkur er lagið þegar afmæli renna upp.
Hafsteinn og Anna voru á Canarí á afmælisdaginn hans og vorum við Jónas með þeim ásamt fleiri vinum það kvöld.
Lesa meira
29. mars 2007
Frumvarp að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar, 2008-2010, A- og B- hluti, var samþykkt á bæjarstjórnarfundi sem hófst kl. 17.00 í dag. Sjálfstæðismenn höfðu boðað að í seinni umræðu myndi vera lögð fram skýr stefnumörkun um umbætur í rekstri, bæði tekjum og gjöldum sem og metnaðarfull stefna í uppbyggingu og framkvæmdum á kjörtímabilinu. Mikið var ég undrandi þegar bókun þeirra var lögð fram miðað við orðin sem sögð voru í fyrri umræðu. Áætlun meirihlutans var samþykkt og fylgir hér greinagerð okkar sem bæjarstjóri gerði grein fyrir.
Bæjarstjóri, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta með afgreiðslu 3ja ára áætlunar: Meirihluti B, S og V lista í bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér frumvarp að 3ja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2008 – 2010. Áætlunin endurspeglar metnaðarfull uppbyggingaráform meirihlutans til næstu þriggja ára. Rekstrar- og framkvæmdaáætlanir áranna 2008-2010 taka mið af því að veitt verði fyrirmyndar þjónusta við íbúana og að vel verði stutt við áframhaldandi vöxt og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Í 3ja ára áætluninni er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir rúmlega 2.700 m.kr. á tímabilinu, þar af tæplega 1.400 m.kr. vegna fasteigna sem að stærstum hluta er ætlað að hýsa starfsemi grunn- og leikskóla og íþrótta- og frístundastarfs. Áætlað er að rekstur sveitarfélagsins skili jákvæðri niðurstöðu á bilinu 127 – 141 m.kr. ár hvert.
Lesa meira
29. mars 2007
Fjöldi systkina í leikskólum Árborgar – systkina afsláttur Leikskólafulltrúi upplýsir að í leikskólun Árborgar eru 53 systkina pör þar sem eru 2 systkini og 3 systkina pör þar sem eru 3 systkini. Leikskólanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar í ljósi þessara upplýsinga að endurskoðaður verði systkinaafsláttur í leikskólum Árborgar.
Bókun frá meirihluta bæjarráðs: þegar er hafin vinna við endurskoðun til lækkunar á gjaldskrá leikskóla, þar sem systkinaafsláttur verður m.a. aukinn og er niðurstöðu að vænta fyrir lok apríl mánaðar.
Lesa meira
|
|