6. apríl 2007
Ég er komin í vinnuna og kl. er rétt um 7.00. Ég hafði mitt fyrsta verk að renna yfir vefmiðlana og rak ég þá ekki augun í frétt frá kirkjunni minni hér á Selfossi um að lesa ætti Passíusálmana í dag og er lesturinn tileinkaður Eyvindi Erlendssyni í Hátúni sem er vel.
En það sem vakti undrun mína í fréttinni var að hverjir lesa í kirkjunni í dag, það eru hvorki meira né minna en 17 KARLMENN. Þetta er í fimmta sinn sem sálmarnir eru lesnir í Selfosskirkju hvað ætli séu margar konur sem hafa lesið upp Passíusálmana ? Kannski voru það eingöngu konur í fyrra þó minnist ég þess ekki, en get þó alls ekki fullyrt um það. Ég hef aldrei verið haldinn einhverri kvennapólitík en mér finnst þetta fullmikið í Kirkjunni minni. Kannski að ég afli mér upplýsinga um þetta í kirkjunni eftir helgina um fjölda karla og kvenna í lestri Passíusálmanna síðustu 5 ár.
Lesa meira