8. apríl 2007

Páskadagur

Páskadaginn notuðum við til hvíldar, sváfum frameftir eða til 9.. manni finnst það nú vera frameftir orðið.  Ég naut þess að ungur og myndarlegur maður færði mér páskaegg sem smakkaðist frábærlega.  Góður dagur í faðmi fjölskyldunnar.  Saknaði þó þess að Erlingur Örn kom ekkert heim þessa páskana þar sem hann var að læra undir próf í verkfræðinni.

Lesa meira

7. apríl 2007

Laugardagur í vinnu…

Í morgun fór ég til vinnu kl. 7.00 og var að til þrjú.  Það er ansi gott að vera í vinnunni á frídögum þá hringir síminn ekki og manni vinnst vel.

Jónas og Jón mágur hans voru í Kringlumýrinni að setja saman fataskápa í herbergin hjá drengjunum.  Vorum svo með grill fyrir okkur öll um kvöldið og áttum góða stund með góðum vinum.

Lesa meira

6. apríl 2007

Föstudagurinn langi !

Ég er komin í vinnuna og kl. er rétt um 7.00.  Ég hafði mitt fyrsta verk að renna yfir vefmiðlana og rak ég þá ekki augun í frétt  frá kirkjunni minni hér á Selfossi um að lesa ætti Passíusálmana í dag og er lesturinn tileinkaður Eyvindi Erlendssyni í Hátúni sem er vel.

En það sem vakti undrun mína í fréttinni var að hverjir lesa í kirkjunni í dag, það eru hvorki meira né minna en 17 KARLMENN.  Þetta er í fimmta sinn sem sálmarnir eru lesnir í Selfosskirkju hvað ætli séu margar konur sem hafa lesið upp Passíusálmana ?  Kannski voru það eingöngu konur í fyrra þó minnist ég þess ekki,  en get þó alls ekki fullyrt um það.  Ég hef aldrei verið haldinn einhverri kvennapólitík en mér finnst þetta fullmikið í Kirkjunni minni.  Kannski að ég afli mér upplýsinga um þetta í kirkjunni eftir helgina um fjölda karla og kvenna í lestri Passíusálmanna síðustu 5 ár.

Lesa meira

5. apríl 2007

Skírdagur

Í dag var ég komin til vinnu um 6.45 og var að til kl. 13.00. 
Fórum þá í Hafnafjörð í fermingu hjá frænda mínum  Axel Finn Gylfasyni. 
Við heimsóttum líka í Reykjavíkinni stórbóndann frá Laugarbökkum „Holla“ sem á afmæli í dag, til lukku með daginn kæri vin.

Lesa meira

4. apríl 2007

Frí í Bæjarráði þessa viku !

Ákveðið var að gefa frí í Bæjarráði Árborgar þessa vikuna.  Margir bæjarfulltrúar eru farnir í frí til að safna kröftum fyrir næstu lotu.

Lesa meira

4. apríl 2007

Þorvaldur floginn með frúnni… Helgi líka..!

Á föstudagsmorgun flugu Þorvaldur og Hjördís til sólarlanda og ætla að vera í nokkra daga.  Á laugardaginn Helgi Har fór með sinni frú líka í sólina en hann er að vísu með fullt af unglingum með sér í æfingabúðum í frjálsum íþróttum.

Gott að vita af þeim félögum í fríi… Nú er Kristín Eiríksdóttir inni í bæjarstjórn til að leysa Þorvald af.

Lesa meira

3. apríl 2007

Er ekki fundur í dag ?

Dagurinn hófst uppúr 6 í morgun og var ég komin til vinnu um 7 leitið.  Aldrei þessu vant var enginn fundur í dag…..notalegt.  Hitti sjúkraþjálfarinn minn í morgun sem ætlar að reyna að taka mig aðeins í gegn.    Álag er í vinnunni þessa dagana en bara gaman samt.

Lesa meira