13. apríl 2007

Fösturdagurinn 13

Í dag rann upp föstudagur og þrettándi að auki.  Ég held að margir hafi haldið að sé höndum í gær vegna hjátrúar.  Eitt er alveg ljóst að ég hefði ekki fjárfest eða tekið stórar ákvarðanir í lífinu í gær ég er ein af þessum hjátrúafullu sem skrifa ekki undir samninga á dögum sem þessum.   Ég held að hverri manneskju  sé hollt að vera svona aðeins hjátrúafull, það hefur gefist mér vel.

Annars var þetta venjulegur dagur, mikið að gera í vinnunni en ég var að vinna fram að kvöldmat og notaði kvöldið til að safna kröftum fyrir vinnu helgarinnar.

Lesa meira

12. apríl 2007

Bæjarráð í morgun kl. 8.00

Í morgun kl. 8.00 hófst fundur í bæjarráði Árborgar og stóð fundurinn til kl. 9.20.
Það var til dæmis samþykkt;
Bæjarráð samþykkir að fela Fjölskyldumiðstöð að skoða möguleika á auknum stuðningi sveitarfélagsins við heilsueflandi starfsemi fyrir aldraða í samráði við félög aldraðra og þá sem málið varðar. Tillaga liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

Einnig samþykkt tillaga um flutning sérdeildar í nýtt húsnæði í Sunnulækjarskóla –
Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur verkefnisstjóra fræðslumála að vinna áfram að málinu.

Lesa meira

11. apríl 2007

Langir dagar.

Í morgun var ég komin til vinnu kl. 7.00 notalegt að geta byrjað svo snemma að vinna, við förum saman alla morgna hjónin.  Marinó Geir er kominn með bílpróf og kemur sér sjálfur í skólann á mínum bíl auðvitað…  Eftir bæjarstjórnarfundinn fór ég til vinnu aftur eða um kl. 20.30 og var að til 22.00 það er mikið annríki á skrifstofunni vegna skattframtala.

Lesa meira

11. apríl 2007

Magnús Hlynur mætti aftur..!

Magnús Hlynur sjónvarps- og blaðamaður mætti sem gestur á bæjarstjórnarfundinn í dag.  Magnús hefur verið einstaklega áhugasamur um málefni sveitarfélagsins og mætti á nær alla fundi allt síðasta kjörtímabil.  Hann byrjaði vel á þessu kjörtímabili en mætti nú aftur eftir nokkuð hlé.  Ég var farin að halda að hann væri algjörlega búinn að gefast upp á  okkur þar  sem fundirnir hafa verið að lengjast töluvert síðustu mánuði.  Honum var fagnað sérstaklega í dag og sagðist hann hafa verið orðinn þreyttur á öllum þessum fundarhléum..!  Velkominn Magnús Hlynur og takk fyrir að nenna að vera með okkur.

Lesa meira

11. apríl 2007

Bæjarstjórnarfundur í dag til kl. 19.00

Í dag var fundur í bæjarstjórn og hófst hann kl. 17.00 og stóð til að verða sjö.  Fundurinn var eins og venjulega bara góður.  Tillagan um FAAS var endanlega staðfest, ánægjuleg viðbót við þjónustu sveitarfélagsins.

Lesa meira

10. apríl 2007

Allt komið á fullt eftir fríið…

Í morgun var ég komin til vinnu kl. 7.00, fundur var með bæjarmálahóp framsóknar kl. 8.00 og var nú fámennt en góðmennt þar sem Þorvaldur og Helgi eru báðir erlendis.  Skrapp til Reykjavíkur kl. 10.00 og var komin aftur til vinnu um kl. 13.30.  Meirihlutafundur hófst kl. 16.00 og stóð til 19.30.

Anna Stína systir og Hafsteinn komu í kvöldkaffi.

Lesa meira

9. apríl 2007

Annar dagur páska.

Jónas fór til vinnu kl. 7.00 í morgun en ég var hálf lasin og var heima í dag. 

Lesa meira