Í dag rann upp föstudagur og þrettándi að auki. Ég held að margir hafi haldið að sé höndum í gær vegna hjátrúar. Eitt er alveg ljóst að ég hefði ekki fjárfest eða tekið stórar ákvarðanir í lífinu í gær ég er ein af þessum hjátrúafullu sem skrifa ekki undir samninga á dögum sem þessum. Ég held að hverri manneskju sé hollt að vera svona aðeins hjátrúafull, það hefur gefist mér vel.
Annars var þetta venjulegur dagur, mikið að gera í vinnunni en ég var að vinna fram að kvöldmat og notaði kvöldið til að safna kröftum fyrir vinnu helgarinnar.