Í dag fórum við á hestbak enda var veðrið alveg dásamlegt og fátt er betra að gera í slíku veðri.
|
||
19. apríl 2007
Í dag fórum við á hestbak enda var veðrið alveg dásamlegt og fátt er betra að gera í slíku veðri. 18. apríl 2007
Bæjarráðsfundurinn sem vera átti á morgun, ef ekki væri eitt fimmtudagsfríið enn, verður haldinn á föstudaginn kl. 10.00 17. apríl 2007
Í morgun kl. 8.00 hófst fundur hjá bæjarmálahópnum okkar á B listanum. Við hittumst alltaf á þriðjudagsmorgnum. Þá mæta sex efstu menn listans og fara yfir málefni vikunar og það sem framundan er. Frábært fyrir okkur Þorvald að eiga svo góðan hóp sem gefur sér 1 – 2 klst í viku hverri fyrir bæjarfélagið sitt. 16. apríl 2007
Í dag kl. 18.15 hófst stjórnarfundur í Tónlistaskóla Árnesinga og stóð hann til 20.00. Í dag vorum við að yfirfara og ákveða breytingar á skólagjöldum næsta skólaárs og breytingu á hljóðfæraleigu skólans. Til gamans má geta að nýlega eru komnar niðurstöður úr samræmdum prófum á grunn- og miðstigi, árangur nemenda skólans var mjög góð og langt yfir meðallagi. Frábær árangur hjá nemendum og kennurum skólans. Til hamingju öll.
Fundargerð nr. 139 15. apríl 2007
Í dag kl. 14.00 opnaði kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Eyravegi 15. Frábær opnun, fullt hús að fólki og komust færri í sæti en vildu. Þessi dagur var gott start fyrir frambjóðendur hér í Suðurkjördæmi. 15. apríl 2007
Um hádegið skruppum við Jónas ásamt Magnúsi fóstursyni okkar upp að Stóru Reykjum og sóttum fjögur hross. Tvö tókum við í hús hér á Selfossi, Magnús tók eitt í tamningu og folaldið sitt fór hann með í fóðrun í Austurkot. 14. apríl 2007
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins verður opnuð á Selfossi á morgun kl. 14.00 að Eyravegi 15. Frambjóðendur verða á staðnum, Guðni, Bjarni, Helga Sigrún og Eygló. |
||
© 2024 Margrét Katrín Erlingsdóttir |