30. apríl 2007

Mánudagurinn 30. apríl

Í dag var vinnudagur og mikið að gera.  Við erum á fullu í skattskilum þessa dagana og smátt og smátt lækkar staflinn.  Skemmtilegur tími.

Meirihlutafundur hófst kl. 18.00 og stóð til kl. 20.00

Lesa meira

29. apríl 2007

Elli minn syngur með Íslandshreyfingunni..!

Erlingur minn er skemmtanastjóri verkfræðinema í Háskólanum í Reykjavík, á föstudaginn var fór hann með félögum sínum í vísindaferð  til Íslandshreyfingarinnar og auðvitað  sló pilturinn í gegn og söng með konunum baráttusönginn óæfður…….!  Strákarnir mínir koma víða á þessum dögum og skemmta hjá hinum ýmsu framboðum…enda vel frambærilegir ungir framsóknarmenn !
 
Image and video hosting by TinyPic

Lesa meira

27. apríl 2007

Brósi minn flottur með Siv í kosningabaráttu !



auglysingsammisiv.jpeg

Lesa meira

26. apríl 2007

StjórnTónlistaskóla Árnesinga fundar.

Í dag kl. 18.15 hófst fundur stjórnar tónlistaskólans og stóð hann til 19.00. 
   Á fundinum vorum við fyrst og fremst að fara yfir stjórnunarkvóta skólans.  Í síðustu kjarasamningum var stjórnunarkvóti tónlistaskóla aukinn í 1300 stundir á ári sem eru rétt tæp 2 stöðugildi fyrir utan skólastjóra.  Skólanefnd samþykkti að auka stjórnunarkvóta skólans um 20% og er þar um að ræða deildarstjórnun í strengjadeild og er þá stjórnunarkvóti skólans fullnýttur. 

Lesa meira

26. apríl 2007

Og enn meira um orkumál og stóriðju !

   Á bæjarráðsfundinum í morgun tók meirihluti bæjarráðs undir bókun varaformanns SASS vegna ályktunar SASS um nýtingu orku á Suðurlandi til stóriðju.
   Meirihluti bæjarráðs Árborgar mótmælir samþykkt tillögu um orkuframleiðslu og orkunýtingu á Suðurlandi harðlega þar sem eitt stærsta álitamál samtímans er dregið inn á samstarfsvettvang sveitarfélaga á Suðurlandi. Meirihlutinn tekur heilshugar undir svohljóðandi bókun varaformanns SASS sem er annar fulltrúa Árborgar í stjórn:
   „Ég tel ótímabært og óvarlegt að stjórn SASS álykti um nýtingu á raforku frá hugsanlegum virkjunum á Suðurlandi á þessari stundu. Afstaða sveitarfélaga á samstarfssvæði SASS um þær virkjanir sem eru í umræðunni liggur ekki fyrir og er málið á mjög viðkvæmu stigi í umræðunni. Þau sveitarfélög sem koma að virkjanasvæðum í neðri hluta Þjórsár, Ásahreppur, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eiga ekki fulltrúa í stjórn SASS og tel ég skyldu stjórnar SASS að kanna vilja þessara sveitarfélaga nánar áður en ályktun af þessu tagi verði afgreidd. Í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal Sunnlendinga um virkjanir í neðri hluta Þjórsár kom fram að 57% aðspurðra voru á móti virkjunaráformum.

Í samstarfssamningi meirihlutaflokkanna í sveitarfélaginu Árborg kemur fram að fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórnar Árborgar telja samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi mikilvægt og að Árborg gegni veigamiklu hlutverki sem stærsta sveitarfélagið í héraðinu. Ég tel það skyldu okkar í stjórn SASS að líta til alls svæðisins þess vegna get ég sem varaformaður SASS alls ekki stutt þessa ályktun.“
Vinnubrögð stjórnarmanna í þessu máli vekja upp spurningar um grundvöll samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi.

Lesa meira

25. apríl 2007

Leikskólagjöld lækka um 15%. Þriðja barn frítt !

Á bæjarstjórnarfundi í dag var samþykkt tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar um lækkun á leikskólagjöldum.  Lækkunin er 15% af kennsluhluta leikskólans, einnig var samþykkt að hækka afslátt kennsluhluta þriðja barns úr 50% í 100%.   Kostnaður fyrir 8 tíma vistun með mat og hressingu fer úr kr. 29.113- í kr. 25.749- og er þá kennsluhlutinn kominn niður fyrri 20 þúsund á mánuði.

Áður hafði fæðishlutinn verið lækkaður um 5,5% vegna lækkunar á virðisaukaskatti á matvæli.

Systkinaafsláttur er tengdur saman í öllum dagvistunarúrræðum, frá dagforeldrum, leikskólum og skólavist.
Í dag er greitt 100% fyrir fyrsta barn hvar sem það er vistað, 75% fyrir annað barn og þriðja barnið er frítt, en greitt er fyrir fæðishlutann.

Sveitarfélagið greiðir niður dagvistunarkostnað hjá dagforeldum.

Lesa meira

25. apríl 2007

Ársreikningur 2006, hagnaður 83,5 milljónir.

Í dag var fyrri umræða um Ársreikning 2006 hjá Sveitarfélaginu Árborg.  Það er ánægjulegt þegar niðurstaðan er jafn góð og nú.   Rekstrarhagnaður vegna 2006 er rúmlega 83 milljónir króna sem er um  200 milljónum betra en ráð var gert fyrir í endurskoðun fjárhagsáætlunar í haust. 

Skatttekjur pr. íbúa hafa hækkað og eru nú kr. 334.578, aðrar tekjur 136.402- alls eru  tekjur á íbúa  kr. 470.980-  Skuldir pr. íbúa án lífeyrisskuldbindinga eru rúmlega 637 þúsund og eignir rúmlega 942 þúsund. 

Lesa meira