9. maí 2007

Prófdagar hjá strákunum…

Þessa dagana hefur verið í ýmsu að snúast hjá drengjunum mínum, þeir eru allir í framhaldsskólum og eru á fullu í prófum.   Erlingur er í síðasta prófinu í næstu viku í Háskólanum í Reykjavík, Gústaf klárar á föstudag sitt síðasta próf í Iðnskólanum í Reykjavík og hefur verið með greiðuna á lofti síðustu daga og Marinó Geir er í síðasta prófi á föstudag hér heima í FSu og hlakkar til að fara að vinna í MBF í kjölfarið.  Gústaf fer að vinna á Stofunni þar sem hann er á samning í háriðn, Erlingur hefur ekki fest sig enn…en mér heyrist að hann hafi hug á að taka upp hamarinn í sumar og njóta útiverunar eftir langar stundir fyrir framan tölvuna í vetur.

Lesa meira

7. maí 2007

Langur mánudagur….

Í dag var ég komin til vinnu kl. 7.00 og hóf vinnudaginn, ég var í vinnu fram að kvöldmat.  Kíkti þá á kaffihúsaspjall hjá Guðna Ágústssyni í Krónuhúsið þar sem kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er.   Þar var slangur af fólki og kátt á hjalla.

Lesa meira

6. maí 2007

Dalirnir og Akranes

Í morgun ókum við á stað upp úr kl. 10.30 áleiðis í Dalina, eða að Hrútsstöðum til Böðvars og Bergþóru.  Tilefnið var að ferma átti frændsystkinin Elínu Margréti og Hákon.  Hákon er sonur Ernu og Andra.  Erna og Bergþóra eru systur og frænkur Jónasar, þau eru öll systrabörn.  Við vorum komin í Dalina um kl. 13.30 og áttu góðan dag með stór fjölskyldunni. 

Í bakaleiðinni komum við við hjá Sveini og Borghildi á Akranesi í kvöldkaffi.  Sveinn er móðurbróðir minn, áttu þar indislegt kvöld með fjölskyldunni.  Heimkoma var rétt um miðnætti.

Lesa meira

4. maí 2007

Óvissuferð KKKS

Í kvöld var óvissuferð Kvennaklúbbs Karlakórs Selfoss.  Við fórum á stað um kl. 18.00 og lá leiðin upp Skeiðin, stoppað í kertasmiðjunni í Gósen…alveg hreint frábær framleiðsla þar.  Fórum þaðan áfram upp í Gullhreppa og stoppuðum í Gallerí í Miðfelli hjá Rut, sem er glerlistamaður.  Leiðin lá áfram um æskuslóðir Helgu frænku og í Hvítárbakka til Systu sem málar á grjót, hún býr til  ótrúlega fallega hluti.  Við enduðum á að borða í Reykholti á Kletti, fengum þar fínan mat og góða þjónustu.  Gott kvöld með góðum vinum.

Lesa meira

4. maí 2007

Vinnudagur til kl. 17.30

Í morgun kom ég til vinnu kl. 7.00 og var að til kl. 17.30.

Lesa meira

3. maí 2007

Framsókn opnar í Krónuhúsinu við Tryggvatorg.

Í kvöld kl. 20.30 opnaði Framsókn kosningamiðstöð í Krónunni við Tryggvatorg.  Endilega líttu við og fáðu þér kaffisopa.

Lesa meira

3. maí 2007

Umhverfisverðlaun afhent.

Í dag kl. 17.00 voru afhent umhverfisverðlaun Árborgar í Tryggvagarði.  Að þessu sinni var veitt viðurkenning til einstaklings og fyrirtækis.   Hún Sigga í Björk hlaut viðurkenningu fyrir einstaklega umhverfisvænan ferðamáta en hún fer allra sinna ferða á reiðhjóli og hefur alla tíð gert í hvaða veðri sem er, er ávallt með poka með  sér og tínir upp rusl í  leiðinni sem verður á vegi hennar.  Olís Arnbergi fékk viðurkenningu fyrir einstaklega snyrtilegt umhverfi og umhirðu.  Það mættu mörg fyriirtæki taka þá Olís á  „Bellubar“ sér til fyrirmyndar og gera eins fínt hjá sér og halda því við.  Eftir afhendingu viðurkenninga hófu bæjarfulltrúar og gestir hreinsunarátak sveitarfélagsins „tökum á – tökum til“.

Lesa meira