|
13. maí 2007
Í dag sunnudag á Þorvaldur Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Árborgar afmæli og á jafnframt að skíra nýjustu barnabörnin hans í dag, sem eru tvíburar.
Til hamingju með daginn !
Lesa meira
12. maí 2007
Í morgun fór ég snemma á fætur og fór í vinnu, var að til kl. 13.30 og var þá búin með fullan vinnudag. Fór þá á Kosningaskrifstofuna og tók þar á móti gestum fram eftir degi…auðvitað kaus ég í millitíðinni. Var á skrifstofunni með smá hléi fram yfir miðnætti. Ótrúlega spennandi nótt.
Lesa meira
11. maí 2007
Í dag var ég í vinnunni fram eftir degi og fór síðan á kosningaskrifstofuna hjá okkur Framsóknarmönnum til að hlusta á Karlakór Hreppamanna sem sungu þar. Kórinn er mjög góður og gaman að heyra í þeim. Stemming var í húsinu og margt um manninn.
Lesa meira
10. maí 2007
Á bæjarráðsfundi í morgun var ákveðið að segja upp samningi um sameiginlega félagsmálanefnd Árborgar og Flóahrepps. Einnig var samþykkt að óska eftir viðræðum um víðtækara samstarf eða jafnvel sameiningu sveitarfélaganna.
Þetta er afgreiðsla bæjarráðs:
Samningur um sameiginlega félagsmálanefnd Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps – tillaga um endurskoðun –
Lögð var fram tillaga bæjarstjóra um að samningi við Flóahrepp um sameiginlega félagsmálanefnd verði sagt upp og horfið frá gerð þjónustusamnings. Greinargerð: Þann 30. desember 2003 var stofnuð sameiginleg félagsmálanefnd Árborgar, Gaulverjabæjarhrepps, Hraungerðishrepps og Villingaholtshrepps, nú Flóahrepps. Í 1. gr. samningsins kemur fram að sveitarfélögin stefni að því að gera með sér þjónustusamning um að Árborg veiti ráðgjöf, fagþjónustu, úrvinnslu og framkvæmd úrræða í þeim málefnum sem falla undir félagsmálanefnd. Á fundi bæjarráðs 17. mars 2005 fól bæjarráð Árborgar framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar að semja tillögu að þjónustusamningi. Drögin voru lögð fyrir bæjarráð 13. október 2005. Bæjarráð var sammála efni draganna en ítrekaði það sem fram hafði komið að ekki væri unnt að staðfesta samninginn fyrr en tekist hefði að ráða starfsfólk inn á sviðið þannig að unnt væri að anna verkefnum. Veruleg fjölgun mála innan félagsþjónustu Árborgar og viðvarandi mannekla , sérstaklega á sviði barnaverndar og fjárhagsaðstoðar er megin skýring þess að ekki hefur enn verið hægt að ganga til samninga um þjónustu við Flóahrepp eins og stefnt var að með samningnum frá 30. desember 2003. Að höfðu samráði við framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar er lagt til að samningnum verði sagt upp og að horfið verði frá því að gera þjónustusamning.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Flóahrepps um mögulegt víðtækara samstarf eða sameiningu sveitarfélaganna.
Lesa meira
10. maí 2007
| | Opnuð voru í dag tilboð í 3. áfanga Sunnulækjarskóla. Tveir aðilar buðu í verkið. Eftirfarandi tilboð bárust. JÁVERK ehf. 122.154.942.- Gísli & Steinar ehf. 135.950.000.- Kostnaðaráætlun 118.528.946.- Tilboðin verða nú yfirfarin og metin. Tekið af vef Árborgar. |
Lesa meira
10. maí 2007
Á 13. fundi félagsmálanefndar sem haldinn 16.4.2007 var kom fram að 63 börn eru hjá dagforeldrum frá 6 mánaða aldri til 4,5 árs. Flest börnin eru yngri en 2ja ára eða 60. Það segir okkur að einungis 3 börn á leikskólaaldri eru hjá dagforeldrum, tveimur var boðið leikskólavist en afþökkuðu plássið þar til í haust. Öll 18 mánaða börn voru tekin inn til 1. apríl sl. en þá var ekki rými fyrir fleiri fyrr en eftir sumarfrí, enda er það starfsvenja hjá leikskólum að taka ekki inn börn seint á vorinu þar sem stutt er orðið í sumaríið.
Það eru töluvert fleiri börn sem hætta á leikskóla í sumar en þau sem kom inn í skólana og eru tveggja ára og eldri, útlit er fyrir að tekið verði inn töluvert af yngri börnum alveg niður í 18 mánaða. Þjónusta leikskólanna í Árborg er til fyrirmyndar enda mikill mannauður sem þar starfar.
Lesa meira
9. maí 2007
Í kvöld er konukvöld í Krónuhúsinu við Tryggvatorg og hefst það kl. 20.30. Margt verður sér til gamans gert í kvöld, sagðar sögur, sungið og spjallað.
Guðni Ágústsson mætir á staðinn og kætir konur með nærveru sinni.
Líttu við, hlakka til að sjá þig.
Lesa meira
|
|