18. maí 2007

Vorskipið fær styrk.

Á fundir Bæjarráðs í morgun var samþykkt eftirfarandi breytingartillaga frá meirihluta bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að veita vorhátíðinni “Vorskipið kemur” styrk að upphæð 700.000 krónur.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lesa meira

18. maí 2007

Bæjarráð á föstudegi.

Í dag var haldinn fundur í bæjarráði Árborgar, þetta var óvenjulega langur fundur sem stóð til að verða hálf elleftu. Þar var meðal annars bókað vegna kostnaðarreiknings laga ríkins sl. 10 ár.
2a) -liður 11, meirihluti bæjarráðs fagnar afgreiðslu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á tillögu meirihluta bæjarstórnar Árborgar sem lögð var fyrir stjórnarfund þann 19. mars 2007 og leggur áherslu á að vinna starfshópsins muni styrkja stöðu sveitarfélaganna í samskiptum sínum við ríkisvaldið.
Og vegna fundagerðar Sorpstöðvar Suðurlands vegna urðunar sláturúrgangs og lokunar Kjötmjölsverksmiðjunnar.
2c) -liður 1, bæjarráð Árborgar óskar eftir upplýsingum frá Sorpstöð Suðurlands um hvernig vinnu miðar að því að finna nýjan urðunarstað, þar sem núverandi svæði dugir aðeins út árið 2008.

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir áhyggjum vegna lokunar kjötmjölsverksmiðjunnar og gerir athugasemdir við að sláturúrgangur sé urðaður án meðhöndlunar, enda er í fullu gildi samþykkt stjórnar Sorpstöðvarinnar um bann við urðun sláturúrgangs frá 2003. Bæjarráð óskar eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra sorpstöðvar. Bæjarráð felur bæjarritara að boða framkvæmdastjóra og formann stjórnar á næsta bæjarráðsfund.

Lesa meira

18. maí 2007

Fór á hestbak !

Í kvöld fórum við hjónin á hestbak í blíðunni en það eru orðnar nokkrar vikur frá því ég komst síðast í hesthúsið.  Kvöldið var fallegt og margt um manninn á útreiðum.  Það er þó orðið mjög erfitt um viku hér á Selfossi fyrir hestamenn, reiðleiðir eru allar í alfaraleið, aldrei hægt að komast hjá neinu sem heitir bílar, hjól, börn að leik eða á flugi upp af trambolíni.   Þessi erill skapar hættur og verður að finna leit til að bæta úr þessu og koma ríðandi umferð frá akvegum og úr jaðri bæjarins.

Lesa meira

16. maí 2007

Gústi í 3.sæti í Hamskipta keppninni !

Gústaf keppti í hárgreiðslukeppninni Hamskiptum í dag ásamt 30 öðrum nemum í háriðn.  Hann stóð sig vel stákurinn og kom heim  með 3. verðlaun.  Frábært hjá stráknum.

Lesa meira

16. maí 2007

Í sjúkraþjálfun..og síðan bara verið að vinna…

Ég var komin í vinnu kl. 7 í morgun, fór í sjúkraþjálfun kl. 8.00 til Bryndísar Ólafsdóttur sem er að reyna að tjasla saman skrokknum á mér.  Var síðan í vinnu fram að kvöldmat.

Lesa meira

15. maí 2007

Bæjarmálahópur B-listans fundar.

Að venju fundaði bæjarmálahópur Framsóknarmanna í morgun kl. 8.00 og stóð fundurinn til 9.30.  Við hittumst alltaf einu sinni í viku sex efstu á listanum og förum yfir málin.

Lesa meira

13. maí 2007

Sunnudagur í hvíld.

Í dag nennti ég ekki í vinnuna og var löt fram eftir degi.  Við Jónas fórum og litum við hjá fjölskyldunni sem er í nágrenninu og renndum síðan austur að Hellu og kíktum á foreldra mína.   Við komum við í sumarbústaðnum hjá þeim og sáum þar gullfallegt leirljóst folald sem fæðst hafði 1. maí. 

Lesa meira