|
26. maí 2007
Í morgun var ég komin í vinnu rúmlega níu og var að til 17.00.
Til okkar komu góðir gestir seinniparitinn í dag og stoppuðu fram á kvöld. Þau komu frá Bolungarvík, Skúli, Ásgerður og Fylkir. Við Ásgerður erum systradætur. Eftir kvöldmatinn buðum við þeim í skoðunarferð um Árborg. Sýndum þeim auðvitað Selfoss, síðan Tjarnabyggðina sem var nú mjög fróðlegt ég sé ekki betur en hafin sé bygging 12 – 15 húsa þarna niður í mýrinni, þetta er ótrúlega skemmtilegt svæði víðsýnt og fallegt. Við fórum síðan með þau á Eyrarbakka og Stokkseyri, auðvitað urðum við að sýna strandamönnum hafnirnar okkar í Árborg… við fórum og kíktum Ísólfsskála, á Baugstaðabúið, Knarrarósvita og síðan niðurfyrir að Gaulverjaskóla og heim á Bellubar í ís…og auðvitað upp með á og beint í Hellirinn í Hellismýrinni. Skemmtilegt kvöld með góðum vinum.
Lesa meira
24. maí 2007
Í morgun hófst fundur í Bæjarráði Árborgar kl. 8.10 og er þetta lengsti fundurinn sem ég hef setið sl. fimm ár. Í upphafi komu góðir gestir á fundinn frá Sorpstöð Suðurlands, Guðmundur Tryggvi framkvæmdastjóri og Elfa Dögg formaður. Farið var yfir urðunarmál á sláturúrgangi og flokkun á rusli… dagblöðum, pappa og fleiru. Skoðaðu fundagerðina sjón er sögu ríkari !
Það var bókað….síðan..bókað…bókað …. og bókað……!
http://www.arborg.is/news.asp?id=266&news_ID=2362&type=one
Lesa meira
23. maí 2007
Ég var í vinnunni í allan dag…fram á kvöld….
Lesa meira
22. maí 2007
Í morgun hittist bæjarmálahópur B-listans kl. 8.00 og stóð fundurinn til kl. 9.30. Ég verð nú að segja að illa var mætt, en í fyrsta sinn í sögunni vorum við Þorvaldur ein á þessum fundi….
Meirihlutafundur kl. 16.00 og stóð til 18.00, stuttur fundur…
Lesa meira
21. maí 2007
Þessa dagana geri ég fátt annað en að fara í vinnuna…núna er lokaspretturinn í skattinum og þá er ég í vinnunni frá 7.00 á morgnanna til 23.00 á kvöldin…. langir dagar… en sést fyrir endann…
Lesa meira
20. maí 2007
Á laugardaginn fórum við hjónin í Þórsmörk ásamt Karlakór Selfoss og mökum þeirra. Við vorum komin inn í mörk um þrjúleitið í sól og blíðu. Veðrið var með allra besta móti þó var gjóla en í skjólinu var sól og hiti. Þórsmörkiin er að springa út í sumarskrúðan, hún er hreint og beint dásamleg á þessum árstíma. Við gengum um í mörkinni, settumst í lautir þar sem var hlegið og skrafað. Á heimleiðinni á sunnudegi var komið við hjá Ingu og Jóni í Brókinni og borðuð súpa, hlustað á rímur og ljóð, söng og spil hjónabandsins, frábært hjá þeim hjónum í Fljótshlíðinni. Það er alltaf jafn gott og dýrmætt að eiga helgi í góðra vina hópi.
Lesa meira
18. maí 2007
Tillaga um að endurskoðuð verði fyrri ákvörðun um skólahverfi Tjarnarbyggðar –
Lögð var fram svohljóðandi tillaga um endurskoðun fyrri ákvörðunar bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að þar til uppbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri er lokið verði Tjarnarbyggð í skólahverfi Sunnulækjarskóla.
Greinargerð: Sala lóða í Tjarnarbyggð hefur gengið vel og útlit er fyrir að börnum á skólaaldri fjölgi þar hraðar en áætlað hafði verið þegar ákvörðun um skólahverfi var tekin á fundi bæjarráðs þann 22. mars s.l. Nú stendur fyrir dyrum bygging nýs skólahúsnæðis á Eyrarbakka og Stokkseyri og áætlað er að nýtt húsnæði hafi verið tekið í notkun í báðum þorpum árið 2010. Ljóst er að fram að þeim tíma mun reynast erfitt að taka við stórum hópum nýrra nemenda. Í því ljósi er því lögð fram tillaga um að breyta fyrri ákvörðun bæjarráðs og samþykkja að Sunnulækjarskóli á Selfossi verði hverfisskóli íbúa Tjarnarbyggðar tímabundið.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram eftirfarandi frestunartillögu: Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar skólanefndar og frestar afgreiðslu málsins þar til álit hennar liggur fyrir.
Frestunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Lesa meira
|
|