5. júní 2007

Kynningarfundur um nýja miðbæjarskipulagið.

Í kvöld kl. 20.00 hófst fundur í Hótel Selfoss um lokatillögu til auglýsingar af hluta samkeppnissvæðissins í miðbænum.  Ég er nú nokkuð ánægð með tillöguna, en auðvitað sýnist sitt hverjum í því eins og svo mörgu öðru.  Með uppbygginu miðbæjar hér á Selfossi munu mörg og skemmtileg tækifæri skapast í uppbygginu og atvinnustarfsmi.   Framundan er auglýsingatími skipulagsins og gefst þá íbúum tækifæri til að gera athugasemdir.  Framkvæmdaaðilar eru farnir að undirbúa sig með niðurrifi á gömlum byggingum í miðbænum.  Nú er Hafnar sláturhúsið eiginlega horfið og styttist örugglega í að verslunarhús Hafnar hverfi líka.  Saga þessara húsa er mikil og má ekki hverfa með þeim, það er okkar íbúanna að viðhalda henni.

Lesa meira

4. júní 2007

Vinnudagur fram á kvöld.

í var ég komin í vinnu kl. 7.00 og var að fram á kvöldið með smá fundarhléum…….

Lesa meira

3. júní 2007

Fórum á hestbak með góðum vinum…

Í gærkvöldi komu ríðandi úr Mosfellsbænum æskuvinir mínir frá Hellu, bræðurnir Pálmi og Runólfur  Smári Steinþórssynir, ásamt eiginkonum Smára, henni Bettý og Steinþóri syni þeirra.  Þau höfðu verið í rigningu nær alla leiðina þannig að hrossin voru fegin að komast í hús hér á Selfossi.  Við riðum síðan með þeim á stað í dag í slagveðri en þau voru á leið í sumarhagana með hrossin að Berustöðum í Ásahreppi.   

Lesa meira

3. júní 2007

Atli ræðst á veggina með kúbeini….

Í morgun kom Atli smiðurinn okkar með stóra kúbeinið sitt og réðst á veggina á Eyraveginum og braut  þá og bramlaði…. alltaf lagast þetta við hvern vegg sem hverfur… Endar með því að þetta verður æðislegt !

Lesa meira

2. júní 2007

Erlingur og Jónas byrjuðu á breytingum…

Í dag kom Erlingur okkar heim til að hjálpa pabba sínum við niðurrif á Eyraveginum.  Þeir rifu niður skápa, hillur, og ýmislegt annað strákarnir….þannig að nú er þetta hafið….

Lesa meira

2. júní 2007

Óvissuferð um uppsveitir

Í morgun fór ég ásamt 30 konum í óvissuferð um uppsveitir Árnessýslu.  Þetta er önnur svona ferðin sem ég fer í þetta vorið um uppsveitirnar.  Ótrúlegt hve margt forvitnilegt er  verið að gera í sveitum landsins.  Við skoðuðum kertaverksmiðju, tómatarækt, jarðaberjarækt, svepparækt, leirlistargallerý, kirkjur, Hrepphólahnjúka með allri sinni fegurð, drukkum kaffi og borðuðum kökur í alveg nýju kaffihúsi á Flúðum, Grund, snæddum síðan kvöldmat á Hótel Geysi.  Frábærlega vel heppnuð ferð.

Lesa meira

1. júní 2007

Fékk Eyraveg 27 afhentan í dag.

Seinnipartinn í dag fékk ég húsnæðið að Eyravegi 27 afhent.  Við fórum að skoða hjónin, Jónas var að sjá það í fyrsta sinn…hann hafði á orði, ég er nú undrandi að þú skildir hafa keypt þetta !  Ástæðan fyrir orðum hans er sú að það er nú frekar svona illa útlítandi það þarf að taka hraustlega til hendinni til að koma því í stand.  Ruslagámurinn er kominn og verkið verður hafið á morgun, þá koma Atli Vokes og Lárus Guðmundsson með stóru sleggjurnar sínar, rífa niður veggi og taka úr hurðir… þá þarf að slípa parkertið, rífa raflagnir og leggja allt að nýju, þar verður Smári vinur okkar í forystu.  Og mér  sýnist að ég þurfi að fá Tryggva pípara og Helga til að líta á pípulagnirnar.  Síðan koma þeir Ægir og félagar í Málningaþjónustunni og mála, smiðirnir búa til nýjar skrifstofur, setja í nýjar hurðir og nýja eldhúsinnréttingu,  og  þá fer  nú allt að verða fínt.  Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir taki allan júnímánuð þannig að flutningar verði um næstu mánaðarmót.  Spennandi tími framundan.

Lesa meira