10. júní 2007

Riðið í sumarhagana í kvöldblíðunni.

Á föstudagskvöldið fórum við Jónas ríðandi með hrossahópinn að Stóru Reykjum í Flóahreppi til að sleppa eftir vetrarfóðrun.  Við fórum eins og venjulega reiðveginn með Flóavegi, þessi reiðvegur er nú orðinn frekar  lélegur, hann er grýttur megnið af leiðinni.  Eins er alveg ótrúlegur hávaði frá umferðinni sem er nær sleitulaus, hann er það mikill að ekki er hægt að tala saman á þessum kafla, ætli þetta sé ekki kallað hávaðamengun ?
Veðrið var dásamlegt og kvöldið fallegt,  ilmur náttúrunnar fyllti mann tilfinningum til vorsins.  Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð að njóta  frelsis og sjálfstæðis, að geta notið alls þess sem við viljum þegar við viljum.

Lesa meira

10. júní 2007

Miðstjórnarfundur Framsóknarmanna

Í dag kl. 13.00 hófst fundur i miðstjórn Framsóknarflokksins á Grand Hótel.  Fundurinn var vel sóttur og stemmingin góð.  Formaður okkar Guðni Ágústsson flutti góða ræðu að vanda, hann fór yfir stöðu flokksins eftir kosningar.  Samstaðan á fundinum var mikil og baráttuhugur í fundarmönnum.  Alveg er ljóst að framundan er tími sem við munum nota til að þétta raðir flokksins á landsvísu og miðað við  andann á þessum fundi er alveg ljóst að við munum ná markmiðum okkar í næstu kosningum.   Þingflokkur okkar er skipaður fólki með mikla reynslu og þekkingu og verður ekki auðvelt starf stjórnarinnar með þau öll í stjórnaraðstöðu.   Valgerður var kosin varaformaður flokksins og er nú forystan fullskipuð að nýju.  Framsókarflokkurinn er flokkur á miðju stjórnmálanna með hjartalag til vinstri sagði formaður okkar. 

Lesa meira

9. júní 2007

Árborg 2007

Í dag var opnuð sýningin Árborg 2007 sem stendur í tvo daga.  Sýningin fer fram í Íþróttahúsinu við Sólvelli.  Sýningin er einstaklega vel upp sett og frábært að sjá hve mörg fyrirtæki sáu ástæðu til að taka þátt í verkefninu.   Sveitarfélagið var með  bás á sýningunni í samstarfi við nokkur félög í sveitarfélinu.   Á sýningunni mátti sjá fyrirtæki eins og Gluggaverksmiðju Eðalhúsa, SG einingahús, Ræktó, Lögmenn Suðurlandi, Fagform og svo mætti lengi telja.  Frábært framtak og flott sýning.

Lesa meira

8. júní 2007

Opnunarboð Árborgar 2007.

Í dag kl. 17.00 var okkur bæjarfulltrúum og mökum boðið í bás Árborgar í móttöku vegna opnunar  sýningarinnar Árborgar 2007.  Boðið var uppá léttar veitingar í bás Árborgar, brauð, og  epla- eða peru cider.  Frábært að halda opnun og bjóða uppá óáfenga drykki.  Takk fyrir góðar móttökur og frábæra stund starfsmenn Árborgar.

Lesa meira

7. júní 2007

Bæjarráðsfundur í morgun.

Fundurinn hófst kl. 8.10 og stóð til 8.45.
Meðal annars var samþykkt vegna almenningssamgangna;
Minnisblað um leiðir til að koma á almenningssamgöngum innan Árborgar og milli Árborgar og höfuðborgarsvæðisins –

Minnisblaðið var lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bæjarstjóra Hveragerðis um hugsanlega samvinnu varðandi almenningssamgöngur milli Selfoss, Hveragerðis og Reykjavíkur. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja viðræður við Samgönguráðuneytið og Vegagerðina um aðkomu sveitarfélagsins að útboði sérleyfis sem fram fer haustið 2008.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við forsvarsmann Þingvallaleiðar ehf um möguleika á tilraunaverkefni um almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins í haust.

Lesa meira

5. júní 2007

Framkvæmdir á Eyravegi.

Í dag komu iðnaðarmenn í röðum að taka út aðstæður og hefjast handa.  Smári rafvirki kom og klippti á nokkra víra og aftengdi það sem þurfti.   Tryggvi pípari og Helgi komu og litu á pípulagnir, einnig  gáfu Þeir ráð vegna ofnakaupa, nýja glerið í bakhliðina kom frá Samverk í morgun.  Glugginn í bakhliðina býður tilbúinn í Gluggaverksmiðjunni hjá Eðalhúsum.  Atli hélt áfram að brjóta niður veggi og bráðum fer að koma að málurunum í viðgerðir og grunnun, en þar verða að verki Ægir og félagar í Málningaþjónustunni.  Þetta er töluverð framkvæmd, en mjög spennandi.

Lesa meira

5. júní 2007

Þorvaldur floginn til Brussel….

Í morgun flaug Þorvaldur Guðmundsson forseti Bæjarstjórnar til Brussel.  Hann ferð þessa ferð á vegum Sambands Íslenskra sveitarfélaga.  Þorvaldur er væntanlegur heim á föstudag.

Lesa meira