14. júní 2007

Ósk um viðræðum vegna breytinga á sveitarfélagamörkum

Þessi tillaga var samþykkt samhljóða í Bæjarráðinu í morgun.

Lögð var fram tillaga um að óska eftir formlegum viðræðum við Sveitarfélagið Ölfus um breytingu á sveitarfélagamörkum.

Bæjarráð Árborgar samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss um breytingu á sveitarfélagamörkum milli Árborgar og Ölfuss á svæði Árbæjarhverfis. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi vegna málsins.

Greinargerð:
Sveitarfélagið Árborg hefur í áraraðir veitt íbúum Árbæjarhverfis í Ölfusi leikskóla- og grunnskólaþjónustu skv. sérstökum samningum milli sveitarfélaganna. Nú hafa fulltrúar Ölfuss leitað eftir víðtækara samstarfi og þjónustukaupum af Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða þjónustu á sviði fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu. Ljóst er að með frekari þéttingu byggðar í hverfinu eins og áætlanir gera ráð fyrir eykst þörfin fyrir þjónustu á þessum sviðum og telur bæjarráð Árborgar eðlilegt að óska eftir viðræðum um að Árbæjarhverfi verði sameinað Sveitarfélaginu Árborg í nánustu framtíð.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Lesa meira

14. júní 2007

Nýtt bæjarráð í morgun.

Í morgun tók nýtt bæjarráð við eins og venja er í júní ár hvert.  Bæjarráð er alltaf kosið til eins árs í senn.  Meirihluta flokkarnir höfðu skipti á embættum, Jón Hjartarson er forseti bæjarstjórnar og er ég formaður bæjarráðs þar til í ágúst en þá tekur Þorvaldur við.  Hann tekur frí frá embættum í sumar og er það fyrsta fríið hans í fimm ár. 

Lesa meira

14. júní 2007

Ósk um viðræður við Ölfus vegna sveitarfélagamarka !

Þessi tillaga var samþykkt í bæjarráði í morgun.

Lögð var fram tillaga um að óska eftir formlegum viðræðum við Sveitarfélagið Ölfus um breytingu á sveitarfélagamörkum.

Bæjarráð Árborgar samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss um breytingu á sveitarfélagamörkum milli Árborgar og Ölfuss á svæði Árbæjarhverfis. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi vegna málsins.

Greinargerð:
Sveitarfélagið Árborg hefur í áraraðir veitt íbúum Árbæjarhverfis í Ölfusi leikskóla- og grunnskólaþjónustu skv. sérstökum samningum milli sveitarfélaganna. Nú hafa fulltrúar Ölfuss leitað eftir víðtækara samstarfi og þjónustukaupum af Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða þjónustu á sviði fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu. Ljóst er að með frekari þéttingu byggðar í hverfinu eins og áætlanir gera ráð fyrir eykst þörfin fyrir þjónustu á þessum sviðum og telur bæjarráð Árborgar eðlilegt að óska eftir viðræðum um að Árbæjarhverfi verði sameinað Sveitarfélaginu Árborg í nánustu framtíð.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Lesa meira

13. júní 2007

Síðustu skattframtölin farin.

Í dag var kátt á hjalla á skrifstofunni þegar síðustu skattframtölin voru send úr húsi.  Ég er búin að vera í frí frá því seinnipartinn  í dag  og verð í fríi til mánudags.

Lesa meira

13. júní 2007

Bæjarstjórnarfundur..

Í dag var fundur í bæjarstjórn kl. 17.00, afgreiddar voru fundagerðir síðasta mánaðar og  kosið í þau embætti sem kosið er í til eins árs í senn.  Einnig var afgreidd tillaga frá D listanum um íbúakosningu vegna Miðbæjarskipulags og Austurvegar 51 – 59.  Undarleg tillaga á lokaspretti Miðbæjarmálsins….en meir um það seinna.

Lesa meira

12. júní 2007

Fundur B listans og meirihlutans…

Í dag var fundur í bæjarmálahópi B listans frá 8 – 10 í morgun.  Meirihlutafundur hófst kl. 16.00 og stóð til kl. 22 í kvöld.

Lesa meira

11. júní 2007

Fórum til mömmu í blómin…

Í dag þurfti ég að skjótast á fund með sveitastjóranum á Hellu og notuðum við því tækifærið hjónin og komum við hjá mömmu í búðinni.  Þegar þangað var komið sáum við að Hreinn hennar Ingibjargar frænku í Hveragerði var kominn með fullan bíl af sumarblómum.  Nú var ekki annað að gera en að taka til hendinni og  koma blómunum fyrir þannig að salan gangi sem greiðlegast fyrir sig.  Alveg er það dásamlegt að stússast í sumarblómunum og verða svolítið skítugur ásamt því að fylla lungun að heilnæmu lofti æskubyggðarinnar.

Lesa meira