Nú er hafið þetta daglega líf eftir snöggt frí um helgina. Ég var á fundi á Hellu með foreldum mínum í morgun, skrapp í vinnu í tvo tíma síðan á fund til Reykjavíkur. Var komin heim um 20.30 í kvöld.
|
||
26. júní 2007
Nú er hafið þetta daglega líf eftir snöggt frí um helgina. Ég var á fundi á Hellu með foreldum mínum í morgun, skrapp í vinnu í tvo tíma síðan á fund til Reykjavíkur. Var komin heim um 20.30 í kvöld. 25. júní 2007
Í dag er miðbarnið á heimilinu hann Gústaf tvítugur. Það er hreint ótrúlegt hve tíminn líður hratt og börnin verða fljótt fullorðinn þó að maður sé ekki að eldast neitt sjálfur ! (að manni finnst) Gústaf býr heima hjá okkur og er í námi í Háriðn í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann er á samning á Stofunni hér á Selfossi og klippir eins og herforingi alla daga. Hann spilar síðan sem trúbador í Kaffikrús um helgar til að létta róðurinn fyrir veturinn. Hann stendur sig vel drengurinn. Til hamingju með daginn Lilli minn. 24. júní 2007
Þessi dagur hófst eins og sá síðasti, að sofið var þar til við vorum búnar að sofa, borðað og síðan riðið af stað. Við fórum yfir afréttinn og niður í Blakkdal. Veðrið í dag var með allra heitasta móti. Mikil fluga enda sól og logn. Það er alltaf erfitt fyrir hross og menn ef að hitinn verður of mikill, en það slaknaði sem betur fer þegar leið á. Við riðum úr Blakkdalnum yfir í Fossnes hagana og alveg heim í hlað þar og síðan heima að Ásum. Dagurinn endaði á Húsatóftum í Hestakránni í kjötsúpu eins og venjulega. Frábærlega heppnuð ferð með góðum vinum. Öskubuskur eru frábær félagskapur. 22. júní 2007
Í morgun fórum við Prinsessur af stað í leiðangur til fjalla með Dúnu á Húsatóftum, í hópnum voru 22 konur, 4 rekstrarmenn, 1 matráður og Dúna. Við riðum af stað frá Ásum í Gnúpverjahreppi að Fossnesi yfir Gaukshöfðann og inn allan Þjórsárdal. Við riðum í gegn um skóginn og lúpínubreiðurnar í sól og hita…en það var auðvitað mikið ryk enda ekki ringt dögum eða vikum saman. Daginn enduðum við í Kletti og gistum þar. Góður dagur, komum í kofa skítugar en mjög sáttar með daginn. 21. júní 2007
Í dag er ég að ljúka undirbúningi fyrir hestaferð sem ég er að fara í. Kvöldið fer í hrossaflutninga og lokapökkun en lagt verður á stað í fyrramálið. Ferð þessa pantaði ég fyrir nákvæmlega ári síðan eins og margur gerir þegar leggja á í hestaferðir. Við sem erum hlaðin störfum þurfum að vera skipulögð og er það oftast svo að ég er búin að bóka mig eina til tvær vikur fram í tímann. 17. júní 2007
Í dag héldum við Íslendingar upp á þjóðhátíðardag okkar 17. júní. Dagurinn tókst vel hér í Árborg, veðrið var með allra besta móti miðað við oft áður. Innilegar hamingjuóskir með daginn okkar allra. 15. júní 2007
Í dag fór starfsmannafélagið Mönný, sem er félag okkar starfsmanna Hjá Maddý og VGK Hönnunar, í sumarferð fjölskyldunnar. Við fórum nú ekki langt en þó með tjöld og tilheyrandi í Þrastaskóg, þar var grillað, sungið og trallað. Frábært ferð með góðum vinum. Börnin skemmtu sér í skóginum og við fullorðna fólkið nutum veðurblíðunnar og samverunnar. Þrastaskógur er alveg einstök paradís við bæjardyr okkar hér í Árborg og er hverjum manni holt að skjótast þangað til að dvelja á flötinni í tjaldi eða bara að ganga um skóginn. |
||
© 2025 Margrét Katrín Erlingsdóttir |