26. júlí 2007

Á leið norður á Strandir.

Í dag erum við hjónin ásamt drengjunum okkar og tengdadóttur á leið noður í Trékyllisvík á ættarmót.  Við ætlum að keyra í kvöld að Klúku í Bjarnafirði (Laugarhóli) og tjalda þar í kvöld.  Það eru orðin æði mörg ár síðan við höfum farið heila helgi með alla drengina okkar með okkur.  Framundan frábær helgi með Erlingi, Gústaf, Marinó og Unni Ósk.

Lesa meira

24. júlí 2007

Jónas byrjaður aftur í HR.

Í dag byrjaði Jónas í HR til að ljúka námi sínu í stjórnun og starfsmannamálum en hann átti eftir að klára eitt fag til að geta útskrifast.  Námið er 45 einingar á viðskiptasviði.

Lesa meira

13. júlí 2007

Fjölskylduhátíð á Hvammtstanga.

Seinnipartinn í dag fórum við hjónin á stað noður í land.  Leiðin lá að Hvammstanga til Benjamíns móðurbróður míns og Láru konu hans.  Þau hafa boðað til fjölskylduhátíðar um helgina og er tilefnið margir merkir áfangar í lífi fjölskyldunnar á síðasta ári.  Um er að ræða tvö fimmtugsafmæli, 30 ára brúðkaupsafmæli, einn stúdent og svo mætti lengi telja…  Við vorum komin norður um miðnættið.  Við fórum héðan að sunnan úr 21stigs hita en þegar við komum niður Holtavörðuheiði var einungis 7 gráður ….. þannig að heldur kólnaði nú þegar maður renndi niður fjallveginn…  Við tjölduðum á tjaldsvæðinu á Hvammstanga sem  ég mæli eindregið með.  Flott aðstaða fyrir ferðamenn.

Lesa meira

12. júlí 2007

Sóley undir graðhest

Í dag fórum við og sóttum Sóley og Skýrnir að Stóru Reykjum.  Þau létu okkur hlaupa töluvert á eftir sér í hitanum….á endanum náði Jónas sér í hest, Ljúfling minn, til að smala þeim saman.  Fórum með Sóley undir Tjörfa frá Sunnuhvoli.

Lesa meira

12. júlí 2007

Járnað fyrir hestaferð.

Í dag kom Magnús frændi minn með okkur að Stóru Reykjum til að járna tvo hesta fyrir áætlaða hestaferð í næstu viku. 

Lesa meira

10. júlí 2007

Afmælisdagur tengdapabba.

Í dag á tengdapabbi afmæli og flúði að heiman….nei…. hann var í sumarbústaðnum í dag.  Við notuðum kvöldið til að fara og kíkja á folaldið hennar Sóleyjar sem fæddist í gær.  Það reyndist vera stór og fallegur rauður hestur.

Lesa meira

9. júlí 2007

Sóley köstuð

Í dag kastaði Sóley rauðu hestfolaldi.  Hann er undan Trú frá Auðsholtshjáleigu.  Folinn hefur hlotið nafnið Skýrnir.

Lesa meira