4. ágúst 2007

Laugardagur um verslunarmannahelgi.

Í morgun komu góðir gestir í morgunkaffi, Hróðný vinkona mín ásamt gullmolunum tveimur Karítas og Sigurbjörgu sem eru tvíburar.  Stúlkurnar voru auðvitað að venju eins og prinsessur í pilsum og með spennur í hárinu.  Þær eru miklar efnisstúlkur á allan hátt.

Við fórum eftir hádegi í kaffi í bústaðinn til tengdó, þar hittum við  Möggu mágkonu og Jón hennar sem var að parketleggja fyrir tengdapabba okkar.  Hann er nú enn að vinna fyrir stúlkunni sinni hann Jón….það tekur auðvitað tíma að vinna fyrir einkadótturinni.

Í kvöld fórum við í Egilsstaðakot með tjaldvagninn og grilluðum með bræðrunum, fjölskyldum þeirra og vinum.  Frábært kvöldstund með góðum vinum.

Lesa meira

3. ágúst 2007

Verslunarmannahelgin framundan.

Í dag hefur verið mikill erill á skrifstofunni það er vaskur eftir helgina.  Anna og Edda eru að fara í sumarfrí þannig að allt verður að vera klárt fyrir þriðjudaginn.

Ég held að þetta sé ein af mjög fáum verlsunarmannahelgum sem við hjónin höfum ekki farið eitthvað í útilegu.  Við fórum alltaf með strákana í útilegu þessa helgi, ekki endilega á útihátíðir, oft fórum við á Hellu í Gulllandið til mömmu og pabba.  Þegar krakkarnir okkar systkina voru lítil þá hittumst við mjög oft þar um þessa helgi.  Nú er voðalega notalegt að hugsa til þess að vera heima og slaka á.  Jónas þarf að líta í bók fyrir skólann og ég ætla að vera „löt“.  Strákarnir okkar eru allir heima og er ekki á áætlun hjá þeim að fara  á útihátíð.   

Lesa meira

1. ágúst 2007

Mamma mín á afmæli.

Í dag á mamma mín afmæli og er 70 ára.  Hún er fædd að Bæ í Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum.  Foreldrar hennar voru Anna Jakobína Guðjónsdóttir og Samúel Samúelsson sem lést  þegar hún var lítil stúlka.  Fósturfaðir mömmu var Kristinn Jónsson frá Seljanesi.  Mamma er alin upp á Dröngum í Árneshreppi, en þangað fluttu amma og afi þegar börnunum fór að fjölga á Seljanesi.  Drangar er góð jörð þar sem ávallt var nægur matur handa barnahópnum.  Mamma og systkini hennar eru 14 talsins.  Afkomendur ömmu minnar og afa eru um 170.   

Mamma mín býr á Hellu ásamt pabba og rekur hún þar blóma og gjafavörverslunina Hjá Vinsý sem stendur á árbakkanum þegar þú kemur yfir brúna.   Hún vinnur fullan vinnudag og slær ekki slöku við.  Hún er að heiman í dag, en hún fór norður á Strandir og er nú á heimleið frá æskuslóðunum á Dröngum.

Til hamingju með daginn mamma mín.

Lesa meira

31. júlí 2007

Unnur Ósk 19 ára í dag.

Í dag er Unnur Ósk unnusta Gústa míns 19 ára.  Unnur Ósk er Skagamær sem er að læra háriðn eins og Gústi.  Litlu hjónin búa í Álftarimanum.  Unnur Ósk flaug til Tenerife í dag ásamt pabba sínum og bróður.

Til lukku með daginn Unnur mín.

Lesa meira

30. júlí 2007

Vinna…… úbs…

Það er nú erfitt að koma aftur til vinnu eftir stutt frí….en mikið vildi ég óska þess að ég væri enn fyrir norður á Ströndum…..og ætti eftir að vera lengi.

En hið daglega strit tekur við og er í ýmsu að snúast.  Nú er lokaspretturinn hafinn við innréttingar á skrifstofunni nýju.  Smiðir, málarar, rafvirkjar og píparar eru á lokasprettinum í þessari viku.

Stutt í flutninga….

Lesa meira

29. júlí 2007

Á heimleið…

Í dag keyrðum við heim aftur eftir frábæra helgi með stákunum okkar, tengdadóttur og fjölskyldunni allri.  Mamma og pabbi ásamt okkur systkinunum mættu pg allir okkar afkomendur, samtals voru 31 í hópnum.

Við lögðum af stað heim um kl. 15.00 og vorum komin á Selfoss með viðkomu í Kópavogi með Erling um kl. 22.30.

Strandirnar  heilla okkur afkomendurna endalaust og  hreinlega leiða okkur til sín.

Lesa meira

28. júlí 2007

Trékyllisvík – Norðurfjörður – Krossnes

Í dag fjölgaði enn meir á tjaldsvæðinu hjá okkur og endaði með því að  þátttakendur voru orðnir 300.  Í Skjaldabjarnarvíkurættinni er um 850 manns.   Í dag fórum við í sund í Krossnes og nutum þess að horfa yfir sjóinn í lauginni.  Sennilega er þetta ein sérkennilegasta en jafnframt flottasta staðsetning fyrir sundlaug sem til er á landinu.  Í kvöld var sameiginlegur kvöldverður, skemmtun og ball.  Stákarnir mínir tróðu upp „the Lilliendahls“ kalla þeir sig.  Strákarnir mínir Erlingur og Marinó ásamt  Pálmari tengdasyni Samma bróður spiluðu fyrir dansi.  Frábært kvöld

Lesa meira