|
11. ágúst 2007
Í morgun fór Jónas í skólann en ég fór á skrifstofuna að taka upp úr kössum og ganga frá gögnum. Að dagsverki loknu var ég búin að taka upp úr öllum kössum og raða í allar hillur í húsinu.
Innrétting húsnæðisins tókst vel og er ég afar ánægð með verkið enda valinn iðnaðarmaður í hverju verki.
Smiðir, Atli Vokes Jói og Lárus Guðmunds. Málarar; Atli, Hannes og Steindór frá Málningaþjónustunni. Píparar Tryggvi Sig og Helgi Einars. Rafvirkjar Smári og Arnþór. Húsganga og hillu frágangur, Guðmundur Kr. Gluggamerkingar Ívar Atlason hjá Fagform.
Lesa meira
10. ágúst 2007
Í kvöld fengum við hjónin góða gesti í kvöldkaffi. Þar voru komin Þórólfur og Anna bændur að Hjaltastöðum í Skagafirði. Áttum góða kvöldstund með gömlum og góðum vinum.
Lesa meira
10. ágúst 2007
Dagurinn í dag fór í að raða upp húsgögnum og taka upp úr kössum. Mummi meistari var hjá okkur allan daginn að skrúfa saman húsgögn og setja upp hillur. Margir litu við í dag að kíkja á húsnæðið. Við Magný vorum einar í dag hinar allar í sumarfríi.
Lesa meira
9. ágúst 2007
Í morgun hófum við Gugga að undirbúa flutning fyrirtækisins í nýja húsnæðið að Eyravegi 27 neðri hæð. Árný dóttir Guggu var líka með okkur og var dagsverkið hennar djúgt. Magný kom um hádegi og græjaði tölvur til flutnings, sá um afritunartöku af öllum gögnum og þess háttar. Mummi kom og skrúfaði allt sem skrúfa þurfti í sundur. Við fengum síðan liðsauka kl. 6.00 en þá komu fjórir vaskir handboltamenn, Gústi, Ragnar, Birkir og Dóri, og þeir strákarnir báru alla þessa tugi kassa, öll húsgögn og allt sem til þarf í rekstri sem þessum. Strákarnir voru nú ekkert að hangsa við verkið og luku því á tveimur tímum. Sem sagt allt komið yfir á nýja staðinn og er nú bara eftir að koma öllu fyrir á sínum stað. Alveg er það ótrúlegt hve mikið magn af gögnum og hlutum fylgja fyrirtæki sem þessu en væntanlega verður ekki þörf á frekari flutningum fyrirtækisins þar sem við erum loksins komin í eigið húsnæði. Það eru spennandi tímar framundan á nýjum stað, þó verður nú að segja að við söknum þó góðra félaga hjá VGK-Hönnun sem við höfum samleigt með síðustu 5 ár. En svona er lífið tímarnir breytast og rekstrarform fyrirtækja er margbreytilegt.
Lesa meira
8. ágúst 2007
Í dag pöntuðum við hjónin okkur frí á Gran Canary í febrúar 2008. Við ætlum að fljúga út 6 febrúar og koma heim 27 febrúar. Þetta er eiginlega eina fríið sem við förum í saman þegar við förum á þessum tíma ársins. Ég var nú eiginlega svolítið hissa á hve mikið er selt af ferðum á næsta ári við höfum yfirleitt ekki pantað fyrr en í október eða nóvember. Nú pöntuðum við bara flug hér heima en bókum gistingu beint hjá söluaðila á Canary. Skemmtilegt að prófa að panta án þess að fara í gegn um ferðaskrifstofu hér.
Lesa meira
8. ágúst 2007
Nú er framkvæmdum við Eyraveg 27 lokið og standa flutningar fyrir dyrum á morgun. Ég hef verið að taka til og þrífa í dag. Atli smiður var að setja stormjárn og klára það síðasta. Málararnir Hannes og Denni kláruðu að mála og kítta það síðasta. Tryggvi og Helgi komu og tengdu eldhúsvaskinn og blöndunatækin og fóru yfir niðurföll og vaska. Ívar í Fagform kom vegna merkinga sem hann ætlar að setja í gluggana.
Á morgun gerist það svo….þá koma strákarnir úr Handboltanum og flytja okkur á milli húsa….spennandi tímar framundan í nýju húsnæði.
Lesa meira
6. ágúst 2007
Í morgun kl. 9.30 var ég komin niður á Eyraveg með pensil í hönd til að fúaverja glugga og hurðir. Ég lét skipta um allt gler og breyta gluggum á framhliðinni til að fá opnanleg fög. Það er alveg auðséð þegar maður fer að bera á gluggana að viðhald utanhúss hefur verið bágborið síðustu ár. Viðurinn drakk í sig fúavörnina. Ég lét taka útidyrahurðirnar og renna þeim í gegn um hefilinn í Selós þar sem þær voru orðnar frekar ljótar, nú eru þær eins og nýjar. Ég var að fram til kl. 17.00 en þá var ég búin að bera á allt timburverk utanhúss.
Magga mágkona á afmæli í dag, til lukku með daginn mín kæra.
Lesa meira
|
|