Hestar

Við Jónas erum bæði alin upp með hestum.  Foreldrar okkar beggja voru alltaf með hesta og deilum við því áhugamáli.

Hrossaræktin hjá okkur byggir á gömlum grunni en flest okkar hross eru út frá hryssu sem Jónas átti, Hending frá Hvítárbakka, en hann eignaðist undan henni góðar hryssur, Sunnu og Svölu frá Skálmholti og eru það ættmæður okkar hrossa.

Við höfum fengið 2 folöld á ári síðustu árin og hefur því hópurinn stækkað nokkuð ört frá því að fluttum hingað í Tjarnabyggð.  Við höfum fengið okkur ræktunarnafnið Stóra Aðalból og kennum hrossin okkar við það nú.

Við erum með tvær hryssur í folaldseignum, Sóley sem er undan Sunnu og Leist frá Árnagerði og Sól sem er undan Sunnu og Oddi frá Selfossi.

Í dag eigum við eftirtalin hross:

Sóley, Sól, Stjörnu, Stúlku, Dömu, Sólbrá, Sóldísi, Seið, Skörung, Snilling og Stæl, sem eru öll úr okkar ræktun.

Svo eigum við eftirtalin hross sem við höfum keypt í gegnum árin:

Ljúfling, Selmu og Perlu.

Næsta vor eigum við von á folaldi undan Sóley og Héðni.