Fjölskyldan

Foreldrar mínir eru Erlingur Guðmundsson vörubifreiðarstjóri og Sigurvina G. Samúelsdóttir framkvæmdastjóri, þau búa á Hellu á Rangárvöllum þar sem ég er fædd og uppalin.
 
Pabbi minn er fæddur á Uxahrygg,  sonur Guðmundar Hreins Gíslasonar og Hólmfríðar Magnúsdóttur þau bjuggu á Uxahrygg á Rangárvöllum.  Mamma mín er fædd á Bæ í Trékyllisvík, dóttir Samúels Samúelssonar og Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur,  fósturfaðir hennar var Kristinn Hallur Jónsson, þau bjuggu á Seljanesi og  síðan á Dröngum í Árneshreppi á Ströndum.
 
Eiginmaður minn er Jónas Rafn Lilliendahl f. 30. september 1957. Við giftum okkur í Oddakirkju 27.desember 1986. Við eigum þrjá syni, Erlingur Örn er elstur f. 18. júlí 1982 hann er fóstursonur Jónasar, en faðir hans er Hafsteinn B. Sigurðsson, Erlingur er verkfræðingur, næstur er Gústaf f. 25. júní 1987 hársnyrtir,  yngstur er Marinó Geir f. 23. mars 1990 nemi í tónlist og upptökustjórnun í Manchester. Við eigum eina tengadóttir,   eiginkona Gústafs er Unnur Ósk Magnúsdóttir hársnyrtir.  Gústaf og Unnur Ósk eiga tvær dætur Dísellu Maríu sem er fædd 14.4.2008 og Jóhönnu Vinsý sem er fædd 8. 7 2011.
 
Ég á fjögur systkini, Anna Kristín Kjartansdóttir skrifstofustjóri Kjörís maki hennar er Hafsteinn Rúnar Hjaltason, Samúel Örn Erlingsson grunnskólakennari og þáttagerðamaður maki hans er Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Hólmfríður Erlingsdóttir sjúkraþjálfari á Landsspítala Háskólasjúkrahúss maki hennar er Ásbjörn G. Guðmundsson , Ingibjörg Erlingsdóttir tónmenntakennari í Hvolsskóla og skólastjóri tónsmiðju suðurlandes sambýlismaður hennar er Helgi Jens Hlíðdal.

Alls eru börn okkar systkina 15, barnabörnin eru orðin 4.

Tengdaforeldrar mínir eru Gústaf Lilliendahl og Anna María Tómasdóttir, þau búa hér á Selfossi. Jónas á einn bróðir og eina systir, Atli Lilliendahl býr og starfar í Nuuk á Grænlandi sambýliskona hans er Inge Heinrich og Margrét Lilliendahl starfar hjá Fulltingi og býr á Selfossi, sambýlismaður hennar er Jóni Bjarnason.
Alls eiga systkinin 9 börn og barnabörnin eru 7.