Í morgun fór ég snemma á fætur og fór í vinnu, var að til kl. 13.30 og var þá búin með fullan vinnudag. Fór þá á Kosningaskrifstofuna og tók þar á móti gestum fram eftir degi…auðvitað kaus ég í millitíðinni. Var á skrifstofunni með smá hléi fram yfir miðnætti. Ótrúlega spennandi nótt.
Það má segja að sjaldan hafi maður lifað eins spennandi kosningar og virtist allt geta gerst. Við Framsóknarmenn fórum á landsvísu frekar illa, töðum 6% eftir 12 ára setu í ríkistjórn. Við héldum þó nokkuð vel í fylgið á landsbyggðinni, en Reykjavíkurkjördæmin Þar var niðurstaðan nú vægast sagt hörmuleg…. ekki ætla ég að reyna að greina hana. Það sem mér þótti nú merkilegra að Samfylkingin skyldi tapa 4% í stjórnarandstöðu hvaða skilaboð eru það til hennar ? Já það er margt sem hægt er að velta fyrir sér í lok kosninga.
Samt eru kosingar skemmtilegar og mikilir hátíðisdagar þegar þær renna upp.