Þessa dagana eru nú vinnudagarnir á skrifstofunni að lengjast. Framundan er einn mesti annatími ársins, skattskilin og ársreikningarnir. Þetta er alltaf skemmtilegur tími þar sem mikill erill er og margir eiga erindi til okkar. Mér finnst nú líka alltaf lang skemmtilegast þegar skattatíminn er enda mjög skemmtilegt að gera skattframtöl.