Í dag ætlum við systkinin ásamt mökum að hittast hjá foreldrum mínum á Hellu. Við ætlum að ganga frá skipulagi á göngu um Strandir í sumar. Þá áætlum við að sigla frá Norðurfirði í Reykjafjörð, ganga í Þaralátursfjörð og Furufjörð, upp á Drangajökul og síðan á æskuslóðir mömmu að Dröngum, þaðan í Drangavík inní Ófeigsfjörð og enda í Ingólfsfirði. Þessi ferð tekur okkur um eina viku eða svo og áætlum við að fara um miðjan júlí.