maí 10th, 2007

Staða leikskólamála góð.

Á 13. fundi félagsmálanefndar sem haldinn 16.4.2007 var kom fram að 63 börn eru hjá dagforeldrum frá 6 mánaða aldri til 4,5 árs. Flest börnin eru yngri en 2ja ára eða 60. Það segir okkur að einungis 3 börn á leikskólaaldri eru hjá dagforeldrum, tveimur var boðið leikskólavist en  afþökkuðu plássið þar til  í haust.


Öll 18 mánaða börn voru tekin inn til 1. apríl sl. en þá var ekki rými fyrir fleiri fyrr en eftir sumarfrí, enda er það starfsvenja hjá leikskólum að taka ekki inn börn seint á vorinu þar sem stutt er orðið í sumaríið.

Það eru töluvert fleiri börn sem hætta á leikskóla í sumar en þau sem kom inn í skólana og eru tveggja ára og eldri, útlit er fyrir að tekið verði inn töluvert af yngri börnum alveg niður í 18 mánaða. Þjónusta leikskólanna í Árborg er til fyrirmyndar enda mikill mannauður sem þar starfar.