Seinni partinn í dag erum við að fara á Hótel Örk og ætlum að vera þar um helgina ásamt félögum í Mjólkurfræðingafélagi Íslands og mökum þeirra. Um helgina á að halda uppá 60 ára afmæli félagsins með samveru á hótelinu og afmælisfagnaði á laugardagskvöldið. Frábært að vera á Hótel Örk í góðra vina hópi.