mars 8th, 2006

Breytingar á dagvistunarúrræðum samþykkt í Bæjarstjórn.

 

Í dag var 54 fundur Bæjarstjórnar Árborgar í Ráðhúsinu. Góður fundur þar sem afgreidd var tillaga Bæjarstjórnar í dagvistunarmálum.

 

Tillaga 1.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að framvegis verði unnið í samræmi við viðmiðunarreglur sem Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nýlega gegið út fyrir sveitarfélög til að hafa til hliðsjónar við gerð samninga um tímabundna dvöl barns í leikskóla utan lögheimilissveitarfélags. Breytingin tekur gildi við samþykkt Bæjarstjórnar.

Þetta þýðir það að tímabundið geta foreldrar vistað börn sín í leikskólum utan Árborgar og sótt um endurgreiðslu til sveitarfélagsins.

Tillaga 2.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að reglum sveitarfélagsins um niðurgreiðslur daggæslu barna í heimahúsum verði breytt á þann veg að framvegis standi öllum foreldrum til boða niðurgreiðslur vegna gæslu barna í heimahúsum með þeim skilyrðum sem nánar eru rakin í tillögu að breytingu á núgildandi reglum um niðurgreiðslu daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. Með því móti er komið til móts við foreldra sem , eins og nú háttar í leikskólamálum sveitarfélagsins, stendur ekki til boða leikskólapláss fyrir börn sín. Þessi breyting tekur gildi 1. aríl nk.

þetta þýðir að öll börn frá 6 mánaða aldrihjá einstæðum foreldrum og frá 9 mánaða aldri hjá sambýlisfólki eða hjónum geta sótt um niðurgreiðslu á gjaldi dagmæðra fyrir börn sín. Niðurgreiðsla fyrir heilsdagsvistun er 20.000- á mánuði, síðan hlutfallast hún eftir tíma vistunar.Niðurgreiðsla þessi fylgir barninu hvar sem það er vistað hjá dagforeldri, í Árborg, Hveragerði, Reykjavík eða öðru sveitarfélagi. Einungis þarf að vera um samþykkt dagforeldri að ræða. Margir foreldrar aka daglega á milli Selfoss og Reykjavíkur til vinnu og vilja þá gjarnanhafa barnið sitt fyrsta árið vistað nær sér,nú er opnað á þann möguleika. Að mati okkar í Bæjarstjórninni er þetta mikið hagsmunamál fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur.

Sveitarfélagið er líka með systkina afslátt tengdan inn í öll dagvistunarúrræði. Ef þú átt fyrsta barn hjá dagmóður færðu kr. 20.000- í niðurgreiðslu, annað barn á leikskóla þá er 25% afsláttur af leikskólanum og þriðja barnið á skólavistun þá er 50% afsláttur af skólavistun.

Unga fólkið er framtíð sveitarfélagsins og er þetta eitt af mörgum málum sem Bæjarstjórn Árborgar hefur gert síðustu ár því til hagsbóta.