Seinnipartinn í dag fékk ég húsnæðið að Eyravegi 27 afhent. Við fórum að skoða hjónin, Jónas var að sjá það í fyrsta sinn…hann hafði á orði, ég er nú undrandi að þú skildir hafa keypt þetta ! Ástæðan fyrir orðum hans er sú að það er nú frekar svona illa útlítandi það þarf að taka hraustlega til hendinni til að koma því í stand. Ruslagámurinn er kominn og verkið verður hafið á morgun, þá koma Atli Vokes og Lárus Guðmundsson með stóru sleggjurnar sínar, rífa niður veggi og taka úr hurðir… þá þarf að slípa parkertið, rífa raflagnir og leggja allt að nýju, þar verður Smári vinur okkar í forystu. Og mér sýnist að ég þurfi að fá Tryggva pípara og Helga til að líta á pípulagnirnar. Síðan koma þeir Ægir og félagar í Málningaþjónustunni og mála, smiðirnir búa til nýjar skrifstofur, setja í nýjar hurðir og nýja eldhúsinnréttingu, og þá fer nú allt að verða fínt. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir taki allan júnímánuð þannig að flutningar verði um næstu mánaðarmót. Spennandi tími framundan.