Margt hefur á daga fjölskyldunnar drifið frá því að ég skrifaði síðast. Við unum hag okkar vel hér í sveitinni með hesta og hunda. Ég hef bætti inn nýjum linkum á síðuna þar sem sagt er frá hestum og hundum ! Við erum í dag með þrjá hunda, tvær Australian Shepherd tíkur og eina Labrador tík. Við fengum fyrstu hvolpana undan Heimsenda Indijána Tári „Indý“ á aðfangadag 2011. Þá fæddust þrír hvolpar, Baltasar, Bella og Bjútý. Við héldum eftir einni tík Bjútý og hefur gengið vel með hana á þessum tveimur hundasýningum sem ég hef farið með hana á. Hún var 4. besti hvolpur dagsins í 4-6 mánaða og annar besti hvolpur dagins í 6-9 mánaða hvolpum. Hún vann sína grúppu í hvolpaflokki 6-9 mánaða og fékk heiðurverðlaun, Baltasar var fékk líka fyrsta sæti og heiðursverðlaun. Skemmtileg niðurstaða fyrir Stóra Aðalbóls hundarækt á síðustu sýningu. Við fengum eitt folald í vor undan Sóley og Héðni frá Feti, jarpa hryssu sem heitir Sassa.
Af krökkunum okkar er allt gott að frétta. Erlingur er orðinn verkfræðingur og lauk hann meistaranámi sínu í Kaupmannahöfn sl. haust, hann starfar nú hjá Vélsmiðju Hjalta Einarssonar.
Gústaf og Unnur eru bæði búin með sitt nám í háriðn og tók Unnur meistararéttindi núna í vor. Þau eiga og reka Stofuna á Hótel Selfoss. Þau eiga tvær dætur Dísellu Maríu sem er orðin 4 ára og Jóhönnu Vinsý sem er 1 árs.
Marinó Geir er fluttur til Manchester og er í námi tengdu tónlist þar. Hann er að læra hljóðblöndun, upptökustjórnin og þess háttar. Hann hefur verið að spila með Stuðlabandinu síðustu ár sem er ein vinsælasta ballhljómsveit á Suðurlandi.
Við hjónakornin unum okkur vel í okkar störfum og njótum þess að hafa tíma til að leika við útreiðar og skemmtilegheit.