Í gærkveldi fór ég í göngutúr með Indý niður með ánni og ætlaði niður að flugvelli. Ég gekk niður Lækjarbakkan og þaðan niður að á. Ég var með Indý í bandi en ekki var ég komin langt þegar kom aftan að mér laus hundur urrandi og grimmilegur á svip. Í fjarlægð sá ég eiganda á gangi ég hafði að skamma hundinn og reka hann frá mér. Ekki hafði ég gengið lengi þegar ég sá álengdar annan lausan hund sem var hlaupandi út í ánni fyrir ofan stóð eigandinn ekki langt frá bíl sínum og kallaði á hundinn sem gengdi engu og stökk til okkar. Þessi hundur var þrisvar sinnum stærri en sá fyrri og stökk að okkur. Ég verð að segja þó að ég sé hundaeigandi þá hef ég alltaf verið hrædd við lausa hunda, enda á maður ekki að þurfa að verða fyrir því að lausir hundar komi stökkvandi að manni eða að þeir séu allmennt á ferðinni. Ég ýtti við þessum hundi með fætinum og reyndi að reka hann frá mér en allt kom fyrir ekki. Kom þá eigandinn gangandi í makindum sínum og benti mér á að ég hefði verið að ögra hundinum hans með því að ýta honum frá mér og ég væri heppin að þetta væri þjálfaður byssu hundur annars hefði hann ráðist á mig. Ég benti honum á að hann væri staddur á útivistarsvæði og lausaganga hunda væri bönnuð í sveitarfélaginu. Hann gerði nú lítið úr því og sagði að hundar væru lausir um allan bæ. Ég benti honum á að ef hann hefði ekki stjórn á sínum hundi þegar hann kallaði á hann ætti hann ekki að sleppa honum lausum, bar hann því þá við að þessi þjálfaði byssuhundur vær einungis hvolpur og þess vegna gengdi hann ekki innkalli. Þessi göngutúr minn með ánni sem ég fer nær daglega endaði þetta kvöld þannig að ég kom heim sár reið og svekkt, í fyrsta lagi yfir því að geta ekki farið í göngu án þess að lenda í lausum hundum og hinsvegar yfir framkomu þessa hundaeiganda.