31. ágúst – 2. september 2007
Á föstudaginn fórum við í hópferð í Stykkishólm. Við dvöldum þar til sunnudags. Við fórum í siglingu um Breiðafjörðinn þar sem sem við skoðuðum fugla og eyjar. Einnig snæddum við sjávarmeti beint úr sjónum sem var ótrúleg upplifun. Við keyrðum á laugardegi í Grundafjörð og hring um nesið. Enduðum þann dag í Bjarnarhöfn í hákarlaveislu. Þar skoðuðum við líka einstaklega fallega kirkju. Á sunnudeginum skoðuðum við kapelluna hjá Nunnunum í hólminum. Veðrið var þokkalegt þó rigndi aðeins á okkur. Góð ferð með góðum félögum.