Í morgun hófum við Gugga að undirbúa flutning fyrirtækisins í nýja húsnæðið að Eyravegi 27 neðri hæð. Árný dóttir Guggu var líka með okkur og var dagsverkið hennar djúgt. Magný kom um hádegi og græjaði tölvur til flutnings, sá um afritunartöku af öllum gögnum og þess háttar. Mummi kom og skrúfaði allt sem skrúfa þurfti í sundur. Við fengum síðan liðsauka kl. 6.00 en þá komu fjórir vaskir handboltamenn, Gústi, Ragnar, Birkir og Dóri, og þeir strákarnir báru alla þessa tugi kassa, öll húsgögn og allt sem til þarf í rekstri sem þessum. Strákarnir voru nú ekkert að hangsa við verkið og luku því á tveimur tímum. Sem sagt allt komið yfir á nýja staðinn og er nú bara eftir að koma öllu fyrir á sínum stað. Alveg er það ótrúlegt hve mikið magn af gögnum og hlutum fylgja fyrirtæki sem þessu en væntanlega verður ekki þörf á frekari flutningum fyrirtækisins þar sem við erum loksins komin í eigið húsnæði.
Það eru spennandi tímar framundan á nýjum stað, þó verður nú að segja að við söknum þó góðra félaga hjá VGK-Hönnun sem við höfum samleigt með síðustu 5 ár. En svona er lífið tímarnir breytast og rekstrarform fyrirtækja er margbreytilegt.