Í dag kl. 13.00 hófst fundur i miðstjórn Framsóknarflokksins á Grand Hótel. Fundurinn var vel sóttur og stemmingin góð. Formaður okkar Guðni Ágústsson flutti góða ræðu að vanda, hann fór yfir stöðu flokksins eftir kosningar. Samstaðan á fundinum var mikil og baráttuhugur í fundarmönnum. Alveg er ljóst að framundan er tími sem við munum nota til að þétta raðir flokksins á landsvísu og miðað við andann á þessum fundi er alveg ljóst að við munum ná markmiðum okkar í næstu kosningum. Þingflokkur okkar er skipaður fólki með mikla reynslu og þekkingu og verður ekki auðvelt starf stjórnarinnar með þau öll í stjórnaraðstöðu. Valgerður var kosin varaformaður flokksins og er nú forystan fullskipuð að nýju. Framsókarflokkurinn er flokkur á miðju stjórnmálanna með hjartalag til vinstri sagði formaður okkar.