Á laugardaginn fórum við hjónin í Þórsmörk ásamt Karlakór Selfoss og mökum þeirra. Við vorum komin inn í mörk um þrjúleitið í sól og blíðu. Veðrið var með allra besta móti þó var gjóla en í skjólinu var sól og hiti. Þórsmörkiin er að springa út í sumarskrúðan, hún er hreint og beint dásamleg á þessum árstíma. Við gengum um í mörkinni, settumst í lautir þar sem var hlegið og skrafað. Á heimleiðinni á sunnudegi var komið við hjá Ingu og Jóni í Brókinni og borðuð súpa, hlustað á rímur og ljóð, söng og spil hjónabandsins, frábært hjá þeim hjónum í Fljótshlíðinni. Það er alltaf jafn gott og dýrmætt að eiga helgi í góðra vina hópi.